Fara í efni

Steinsteypir ehf. óska eftir framkvæmdaleyfi á úthlutaðri lóð við Haukamýri

Málsnúmer 201504002

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 127. fundur - 14.04.2015

Steinsteypir óskar eftir leyfi til framkvæmda á lóð við Haukamýri til að undirbúa uppsetningu steypustöðvar. Fyrir fundi liggja hugmyndir að nýtingu lóðarinnar.

Skipulags-og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að Steinsteypi verði heimilaðar undirbúningsframkvæmdir á lóðinni þegar samið hefur verið um skilmála lóðarinnar og greiðslur.

Bæjarstjórn Norðurþings - 47. fundur - 21.04.2015

Fyrir bæjarstjórn liggur erindi sem tekið var fyrir á 127. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi var afgreiðsla nefndarinnar:

"Steinsteypir óskar eftir leyfi til framkvæmda á lóð við Haukamýri til að undirbúa uppsetningu steypustöðvar. Fyrir fundi liggja hugmyndir að nýtingu lóðarinnar. Skipulags-og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að Steinsteypi verði heimilaðar undirbúningsframkvæmdir á lóðinni þegar samið hefur verið um skilmála lóðarinnar og greiðslur."
Friðrik vék af fundi undir þessum lið og varaforseti tók við fundarstjórn

Til máls tók Sif

Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða