Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings

127. fundur 14. apríl 2015 kl. 14:00 - 16:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sif Jóhannesdóttir formaður
  • Röðull Reyr Kárason aðalmaður
  • Örlygur Hnefill Örlygsson aðalmaður
  • Soffía Helgadóttir aðalmaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Gaukur Hjartarson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Breyting aðalskipulags vegna efnistökusvæðis norðan Húsavíkurfjalls

Málsnúmer 201501026Vakta málsnúmer

Með tölvupósti dags. 25. mars s.l. leggur Skipulagsstofnun til að fylgt verði tillögu Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra um að fella ekki niður vatnsverndarákvæði í Skurðsbrúnum vegna fyrirhugaðrar efnistöku eins og gert var ráð fyrir í skipulagstillögu sem samþykkt var á síðasta fundi nefndarinnar. Þess í stað verði settir ítarlegir skilmálar um umferð og meðferð mengandi efna og tímamörk framkvæmda á efnistökusvæðinu í aðalskipulagsbreytingunni.

Skipulags- og byggingarnefnd fellst á sjónarmið Skipulagsstofnunar.

Skipulagsráðgjafi hefur gert tillögu að breytingu aðalskipulags þar sem vatnsverndarsvæði er haldið óbreyttu frá gildandi aðalskipulagi og settir inn ítarlegri skilmálar um umgengni um efnistökusvæðið í greinargerð. Breyting greinargerðar er unnin í samráði við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði þannig send til yfirferðar hjá Skipulagsstofnun á grundvelli 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og auglýst til almennrar kynningar ef stofnunin gerir ekki frekari athugasemdir við hana.

2.Deiliskipulag efnistökusvæðis norðan Húsavíkurfjalls

Málsnúmer 201501027Vakta málsnúmer

Með tölvupósti dags. 25. mars s.l. leggur Skipulagsstofnun til að fylgt verði tillögu Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra um að fella ekki niður vatnsverndarákvæði í Skurðsbrúnum vegna fyrirhugaðrar efnistöku, eins og gert var ráð fyrir í þeirri skipulagstillögu sem samþykkt var á síðasta fundi nefnarinnar. Þess í stað verði settir ítarlegir skilmálar um umferð, meðferð mengandi efna og tímamörk framkvæmda á efnistökusvæðinu í skipulagstillöguna.

Skipulags- og byggingarnefnd fellst á sjónarmið Skipulagsstofnunar. Skipulagsráðgjafi hefur gert tillögu að deiliskipulagi sem unnin var í samráði við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra þar sem gengið er út frá að vatnsverndarsvæði sé til samræmis við gildandi aðalskipulag.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði þannig auglýst til almennrar kynningar skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða tillögu að aðalskipulagsbreytingu.

3.Deiliskipulag á Öskjureit

Málsnúmer 201411061Vakta málsnúmer

Nú er lokið kynningu skipulagslýsingar fyrir verslunar- og þjónustusvæði norðan Búðarár, s.k. Guðjohnsensreit/Öskjureit.

Athugasemdir hafa eingöngu borist frá Skipulagsstofnun. Stofnunin gerir athugasemdir við að ekki sé fullnægjandi grein gerð fyrir samráðs- og umsagnaraðilum í lýsingunni. Skipulagslýsingin var send formlega á Skipulagsstofnun, Heilbrigðiseftirlit og Minjastofnun sem þar með eru formlegir umsagnaraðilar. Í greinargerð lýsingar er gert ráð fyrir samráði við hagsmunaaðila á svæðinu. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra tilkynnti með bréfi dags. 7. apríl að ekki væru gerðar athugasemdir við skipulagslýsinguna.

Skipulagsstofnun minnir á að gera þarf húsakönnun á skipulagssvæðinu áður en skipulagið verður endanlega afgreitt.

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti frumhugmyndir Arnhildar Pálmadóttur arkitekts að deiliskipulagi svæðisins. Skipulagsráðgjafi óskar jafnframt afstöðu skipulagsnefndar varðandi tiltekna þætti deiliskipulagstillögunnar.

Skipulags- og byggingarnefnd lýst vel á fram komna hugmynd, en áréttar að samráð verði haft við lóðarhafa á svæðinu um útfærslur.

1. Nefndin fellst á að byggingarmagn verði aukið á svæðinu í átt til þess sem hugmyndir sýna. Þó verður að gera ráð fyrir fleiri bílastæðum við samkomuhús en sýnt er á teikningum.
2. Nefndin leggur til að í deiliskipulagi verði gert ráð fyrir einstefnu um Garðarsbraut frá gatnamótum við Öskju að Miðgarði og Árgötu frá Túngötu að Mararbraut.
3. Nefndin leggur til að gert verði ráð fyrir í skipulagi að Búðaráin verði í opnum farvegi um gilið og til sjávar.
4. Nefndin leggur til að horft verði til þess að gamla samkomuhúsið fái að standa í lítt breyttri mynd ef raunhæft sannast að unnt sé að styrkja burðarvirki þess á fullnægjandi hátt. Annars verði skilgreint að rífa megi húsið og endurbyggja í svipuðu formi, þó byggingarreitur verði nokkru rýmri en grunnflötur segir til um.
5. Nefndin telur ekki þörf á markaðssvæði við Garðarsbraut suðaustan Landsbanka að svo stöddu.
6. Nefndin leggur til að heiti skipulagssvæðis taki mið af gömlum örnefnum og kallist Búðarvöllur.





4.Steinsteypir ehf. sækir um að fá úthlutaðri lóð við Haukamýri undir steypustöð

Málsnúmer 201504001Vakta málsnúmer

Óskað er eftir að Steinsteypir fái úthlutað um 2 ha lóð við Haukamýri undir steypustöð fyrirtækisins skv. framlögðum hugmyndum.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að Steinsteypi verði úthlutað umræddu svæði.

5.Steinsteypir ehf. óska eftir framkvæmdaleyfi á úthlutaðri lóð við Haukamýri

Málsnúmer 201504002Vakta málsnúmer

Steinsteypir óskar eftir leyfi til framkvæmda á lóð við Haukamýri til að undirbúa uppsetningu steypustöðvar. Fyrir fundi liggja hugmyndir að nýtingu lóðarinnar.

Skipulags-og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að Steinsteypi verði heimilaðar undirbúningsframkvæmdir á lóðinni þegar samið hefur verið um skilmála lóðarinnar og greiðslur.

6.Tryggvi Jóhannsson f.h. Norðurþings óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir vegtengingu milli þjóðvegar 85 og Bakkavegar 2

Málsnúmer 201504004Vakta málsnúmer

Óskað er eftir leyfi til vegagerðar yfir gil Bakkaár. Um er að ræða tvær bráðabirgðavegtengingar milli þjóðvegar nr. 85 og Bakkavegar 2 sem notaðar verða á uppbyggingartíma iðjuvers PCC Bakkisilicon. Austari tengingin er nýframkvæmd og hluti endanlegrar vegtengingar skv. deiliskipulagi. Vestari tengingin felst í lagfæringum á fyrirliggjandi vegtengingu.

Skipulags- og byggingarnefnd telur að framkvæmdin sé í samræmi við deiliskipulag og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi fyrir framkvæmdinni.

7.Tillaga að breytingum á Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs

Málsnúmer 201503120Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að breytingu Stjórnunar- og verndaráætlunar Vatnajökulsþjóðgarðs. Athugasemdafrestur er til 15. maí n.k.

Málið lagt fram til kynningar.



8.Guðmundur S. Héðinsson sækir um byggingarleyfi fyrir fjárhús að Fjöllum 2

Málsnúmer 201503063Vakta málsnúmer

Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir nýtt fjárhús við Fjöll 2. Fyrir fundi liggja teikningar af húsinu og afstöðu þess til annara mannvirkja. Einnig liggur fyrir skriflegt samþykki nágranna á Fjöllum 1. Brúttóflötur húss er 642,1 m², þar af um helmingur í haughúskjallara. Brúttórúmmál er 1.934 m³.

Skipulags- og byggingarnefnd heimilar byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

9.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Arnari Sigurðssyni,Húsavík

Málsnúmer 201503057Vakta málsnúmer

Óskað er umsagnar um leyfisveitingu til handa Arnari Sigurðssyni til að sölu gistingar á tveimur efri hæðum Stóragarðs 6.

Skipulags- og byggingarnefnd veitir jákvæða umsögn um erindið, enda verði eingöngu leigð út til gistingar þau rými sem til þess eru ætluð skv. samþykktum teikningum.

10.Faglausn ehf. f.h. Norðurþings sækir um leyfi til smá breytinga frá samþykktum teikningum af skýli við eldhús Borgarhólsskóla

Málsnúmer 201503094Vakta málsnúmer

Óskað er eftir samþykki fyrir minniháttar breytingum á útliti skýlis vestan á viðbyggingu nýs eldhúss í Borgarhólsskóla.

Erindi var samþykkt af byggingarfulltrúa 10. apríl 2015.

11.Svava Árnadóttir óskar eftir leyfi til að endurnýja glugga að Tjarnarholti 3 með breyttu útliti

Málsnúmer 201503064Vakta málsnúmer

Óskað er eftir leyfi til að endurnýja glugga að Tjarnarholti 3 á Raufarhöfn.

Byggingarfulltrúi samþykkti erindið með því skilyrði að burðarvirki verði ekki skert með framkvæmdunum og að gerð verði björgunarop úr svefnherbergjum.

12.Faglausn ehf. f.h. Kristínar Helgadóttur sækir um byggingarleyfi til breytinga og endurbóta að Uppsalavegi 13

Málsnúmer 201503076Vakta málsnúmer

Óskað er eftir leyfi til ýmissra endurbóta á Uppsalavegi 13.

Erindi var samþykkt af byggingarfulltrúa 23. mars s.l. með því skilyrði að byggingarfulltrúa verði gerð fullnægjandi grein fyrir mótvægisaðgerðum vegna skerðingar burðarvirkis.

13.Íslandsbleikja ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir 5 eldisker við Silfurstjörnuna

Málsnúmer 201504012Vakta málsnúmer

Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir 5 nýjum steinsteyptum eldiskerjum við Silfurstjörnuna.

Meðfylgjandi erindi er afstöðumynd, en nákvæmari teikningar af kerjum verða sendar síðar.

Skipulags- og byggingarnefnd fellst á uppsetningu kerjanna, enda eru þau innan núverandi athafnasvæðis. Nefndin áréttar að áður en til frekari uppbyggingar kemur á lóðinni verði að vinna deiliskipulag.

14.Ragnar Hermannsson, Trésmiðjan Rein ehf. f.h. Garðræktarfélags Reykhverfinga hf. sækir um byggingarleyfi fyrir gróðurhús á Hveravöllum

Málsnúmer 201504013Vakta málsnúmer

Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir nýju gróðurhúsi á Hveravöllum. Fyrir liggja teikningar unnar af Haraldi Árnasyni. Flatarmál húss er 2.097 m² og rúmmál 14.660 m³.

Skipulags- og byggingarnefnd fellst á uppbyggingu hússins þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir sem og samþykki eldvarnareftirlits, heilbrigðiseftirlits og vinnueftirlits. Nefndin áréttar að tímabært sé að vinna deiliskipulag af svæðinu áður en til frekari uppbyggingar kemur.

15.Breyting á aðalskipulagi Norðurþings vegna sjóbaða

Málsnúmer 201504022Vakta málsnúmer

Unnin hefur tillaga að skipulagslýsingu fyrir breytingu aðalskipulags vegna uppbyggingar sjóbaða á Húsavíkurhöfða.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

16.Deiliskipulag á Höfða vegna sjóbaða

Málsnúmer 201504023Vakta málsnúmer

Unnin hefur tillaga að skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag vegna uppbyggingar sjóbaða á Húsavíkurhöfða.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

17.Níels Árni Lund f.h. eigenda Leirhafnarjarða óskar eftir stofnun 8 lóða og staðfestingu fjögurra lóða á landnúmeri út úr Leirhafnarjörðum

Málsnúmer 201504020Vakta málsnúmer

Óskað er eftir samþykki fyrir stofnun átta nýrra lóða og staðfestingu fjögurra fyrirliggjandi lóða úr Leirhafnarjörðum.

Fyrir liggja hnitsettar lóðarmyndir allra lóðanna og undirskriftir eigenda.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn Norðurþings að sveitarfélagið samþykki fyrir sitt leiti umræddar lóðarstofnanir allar og afmörkun þeirra fjögurra lóða sem til eru á landnúmerum.

18.Breyting á deiliskipulagi miðhafnarsvæðis

Málsnúmer 201411063Vakta málsnúmer

Til fundarins mættu fulltrúar framkvæmda- og hafnanefndar til sameiginlegra umræðna.

Skipulagsfulltrúi kynnti bréf frá Norðlenska ehf sem lóðarhafa að Hafnarstétt 25-31 og 33. Óskað er eftir að skilgreindur verði í deiliskipulag miðhafnarsvæðis byggingarréttur fyrir tveggja hæða húsi milli Hafnarstéttar 31 og 33 sem yrði allt að 250 m² að grunnfleti.

Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að óska eftir því við skipulagsráðgjafa að eftirfarandi breytingar verði gerðar á deiliskipulagi miðhafnarsvæðis:

1. Skipt verði lóð undir Flókahúsi og Helguskúr og gerð tillaga að byggingarrétti hvorrar lóðar.
2. Gert verði ráð fyrir smáhýsum við aðkomu að flotbryggjum. Þessi smáhýsi megi nýta sem aðstöðu fyrir þá sem gera út frá bryggjunum á hverjum tíma.
3. Gert verði ráð fyrir að torgsala sem heimiluð hefur verið við flotbryggjur verði færð suður fyrir Helguskúr.
4. Merkt verði tvö bílastæði fyrir fatlaða langsum við Hafnarstétt 3.
5. Gert verði ráð fyrir tengibyggingu yfir götu milli Hafnarstéttar 1 og 3.
6. Gert verði ráð fyrir byggingarrétti á lóð Hafnarstéttar 31 til samræmis við óskir lóðarhafa.


Fundi slitið - kl. 16:45.