Fara í efni

Tryggvi Jóhannsson f.h. Norðurþings óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir vegtengingu milli þjóðvegar 85 og Bakkavegar 2

Málsnúmer 201504004

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 127. fundur - 14.04.2015

Óskað er eftir leyfi til vegagerðar yfir gil Bakkaár. Um er að ræða tvær bráðabirgðavegtengingar milli þjóðvegar nr. 85 og Bakkavegar 2 sem notaðar verða á uppbyggingartíma iðjuvers PCC Bakkisilicon. Austari tengingin er nýframkvæmd og hluti endanlegrar vegtengingar skv. deiliskipulagi. Vestari tengingin felst í lagfæringum á fyrirliggjandi vegtengingu.

Skipulags- og byggingarnefnd telur að framkvæmdin sé í samræmi við deiliskipulag og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi fyrir framkvæmdinni.