Fara í efni

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 58

Málsnúmer 1505007

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Norðurþings - 49. fundur - 16.06.2015

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 58. fundar framkvæmda- og hafnanefndar.

Til máls tóku undir 15. lið Óli Halldórsson
Óli óskar bókað;

"Þann 1. júní sl. var tekið upp nýtt fyrirkomulag og rekstrarform sorpmála í stórum hluta Norðurþings. Með þriggja íláta flokkun og margháttaðri endurvinnslu skapast tækifæri fyrir sveitarfélagið til að komast í fremstu röð á þessu sviði meðal sveitarfélaga á Íslandi. Lykillinn að árangri er þátttaka og góð virkni íbúanna sjálfra. Bæjarstjórn vill af þessu tilefni færa íbúum sérstakar þakkir fyrir mjög góðar viðtökur og samvinnu við breytingarnar. Jafnframt bjóða nýja aðila, Íslenska gámafélagið, velkomna til samstarfs í þessum mikilvæga málaflokki."

Undir bókunina taka Friðrik Sigurðsson, Olga Gísladóttir, Erna Björnsdóttir, Trausti Aðalsteinsson, Anna Ragnarsdóttir og Kjartan Páll Þórarinsson

Fundargerð 58. fundar framkvæmda- og hafnanefndar lögð fram.