Fara í efni

Fyrirspurn um fjárfestingahreyfingar og ráðgjafakostnað hjá Norðurþingi

Málsnúmer 201506047

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Norðurþings - 49. fundur - 16.06.2015

Til máls tóku Kristján Þór Magnússon, Gunnlaugur Stefánsson og Óli Halldórsson

Óli lagði til eftirfarandi tillögu;
Mjög mikilvægt er að kjörnir fulltrúar séu vel upplýstir á hverjum tíma um rekstrar- og fjárfestingahreyfingar Norðurþings. Einnig er mikilvægt að hafa sem mest af fjárhagsupplýsingum aðgengilegar fyrir íbúa. Í því samhengi leggur undirritaður fram tillögu þess efnis að skýrsla KPMG um fjárhagsstöðu, rekstur og framtíðarhorfur Norðurþings sem lokið var við í mars 2015 verði þegar birt opinberlega og komið á vef Norðurþings.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða