Fara í efni

Upphaf framkvæmda á Bakka við Húsavík

Málsnúmer 201506048

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Norðurþings - 49. fundur - 16.06.2015

Til máls tóku Kristján Þór Magnússon, Gunnlaugur Stefánsson, Soffía Helgadóttir, Óli Halldórsson, Friðrik Sigurðsson, Erna Björnsdóttir, Trausti Aðalsteinsson og Kjartan Páll Þórarinsson

Bókun;

Bæjarstjórn Norðurþings lýsir yfir mikilli ánægju með þá ákvörðun fyrirtækisins PCC BakkiSilicon hf að hefja uppbyggingu á Bakka. Með þeirri ákvörðun er nýr kafli í atvinnusögu sveitarfélagsins hafinn sem skapa mun fjölmörg tækifæri til styrkingar á öllu NA-landi. Framkvæmdir tengdar uppbyggingunni eru þegar hafnar á Bakka og mun umfang þeirra aukast jafnt og þétt eftir því sem líður á sumarið og vara allt til ársloka 2017, þegar þess er vænst að framleiðsla hefjist. Samhliða munu framkvæmdir við hafnar- og vegagerð hefjast á næstu vikum sem einnig mun ljúka síðla árs 2017. Framundan eru spennandi tímar og tækifæri til sóknar fyrir íbúa í Þingeyjarsýslum. Því er mikilvægt að við sameinumst öll um lokamarkmið þessarar vegferðar sem er að hér standi eftir öflugra samfélag með fjölbreyttum atvinnutækifærum og vandaðri grunnþjónustu við íbúa.
Bæjarstjórn Norðurþings vill jafnframt þakka öllum þeim fjölmörgu aðilum sem lagt hafa lóð sín á vogarskálarnar til að verkefnið verði að veruleika.