Fara í efni

04 111 Grænuvellir, fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201508012

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 52. fundur - 16.09.2015

Sigríður Valdís gerði grein fyrir fjárhagsáætlun leikskólans. Hún óskar eftir að aðstoðarleikskólastjóri verði í 100% starfi en ekki er gert ráð fyrir því í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun. Ekki er heldur gert ráð fyrir fjölgun starfsmannafunda úr fjórum í átta, kostnaður við það er um 2.000.000 sem ekki rúmast innan fjárhagsramma. Kostnaður vegna endurskoðunar starfsmats er áætlaður um 5.700.000 á næsta ári og rúmast ekki innan fjárhagsramma skólans. Til að halda óbreyttri þjónustu á leikskólanum þarf að lágmarki 5.700.000 til viðbótar úthlutuðum ramma. Eigi að bregðast við ósk um fleiri starfsmannafundi þarf að auki 2.000.000, verði starfshlutfall aðstoðarleikskólastjóra aukið í 100% úr 75% er kostnaður vegna þess áætlaður um kr. 1.200.000.
Fræðslu- og menningarnefnd leggur til við bæjarráð að fjárhagrammi leikskólans verði rýmkaður um 8.900.000 til að bregðast við fyrirliggjandi þörf. Fræðslu- og menningarnefnd óskar eftir að verði bæjarráð við rýmkun fjárhagsramma skólans skili leikskólastjóri fjárhagsáætlun í samræmi við það.

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 53. fundur - 14.10.2015

Nefndin hefur til umfjöllunar endurskoðaða fjárhagsáætlun Grænuvalla vegna endurskoðunar á starfsmati. Sigríður Valdís Leikskólastjóri gerði grein fyrir áætluninni.
Nefndin samþykkir endurskoðaða áætlun.

Fræðslunefnd - 14. fundur - 10.05.2017

Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar niðurstöðu fjárhagsársins 2016 hjá Grænuvöllum.
Sigríður Valdís leikskólastjóri gerði grein fyrir niðurstöðu fjárhagsársins 2016. Hún lýsti því að hún væri ósátt við niðurstöðuna vegna framúrkeyrslu en hana megi útskýra með launahækkunum og óvæntum bilunum í búnaði. Sigríður telur að fjármagn til leikskólans hafi verið vanáætlað.