Fara í efni

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings

53. fundur 14. október 2015 kl. 10:30 - 12:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Olga Gísladóttir formaður
  • Stefán L Rögnvaldsson aðalmaður
  • Anný Peta Sigmundsdóttir aðalmaður
  • Erla Dögg Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Hauksdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Jón Höskuldsson Fræðslufulltrúi
Dagskrá
Málefni Grænuvalla eru á dagskrá kl. 10.30.Málefni Bókasafns Húsavíkur eru á dagskrá kl. 10.45. Málefni menningarmála eru á dagskrá kl. 11. Heimsóknir og kynningar í stofnunum að loknum fundi:
kl. 12 - 13 Borgarhólsskóli
kl. 13 - 13.30 Tónlistarskóli Húsavíkur
kl. 13.45 - 14.15 Bókasafn Húsavíkur
kl. 14.30 - 15.30 Grænuvellir

Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

Formaður bar upp breytingu á dagskrá. Fundarliður þrjú verði felldur út af dagskrá þar sem ekki kemur til endurskoðunar fjárhagsáætlunar Bókasafns Húsavíkur og að einu máli verði bætt við dagskrána. Samþykkt samhljóða.

Snæbjörn Sigurðarson menningarfulltrúi sat fundinn undir liðum þrjú til sjö.

1.04 111 Grænuvellir, fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201508012Vakta málsnúmer

Nefndin hefur til umfjöllunar endurskoðaða fjárhagsáætlun Grænuvalla vegna endurskoðunar á starfsmati. Sigríður Valdís Leikskólastjóri gerði grein fyrir áætluninni.
Nefndin samþykkir endurskoðaða áætlun.

2.Kvenfélagið Stjarnan óskar eftir afnotum af herbergi í skólahúsinu á Kópaskeri

Málsnúmer 201510044Vakta málsnúmer

Nefndin hefur til umfjöllunar ósk Kvenfélagsins Stjörnunar um afnot af herbergi í leikskóladeildinni á Kópaskeri.
Nefndin samþykkir beiðnina að því gefnu að um þetta sé gengið þannig að ekki skapist hætta af.

3.Framkvæmd Mærudaga 2016

Málsnúmer 201510024Vakta málsnúmer

Nefndin hefur til umfjöllunar erindi þess efnis að Húsavíkurstofa muni hætta afskiptum af mærudögum. Þá hefur nefndinni borist erindi fulltrúa hverfaráða þar sem óskað er eftir ályktun frá nefndinni um framtíð hátíðarinnar, framkvæmd og stefnu.
Menningarfulltrúa er falið að fylgja málinu eftir og koma með tillögur að framkvæmd mærudaga 2016 inn á næsta fund.

4.05 216 Bókasafnið á Raufarhöfn fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201508025Vakta málsnúmer

Nefndin hefur til umfjöllunar fjárhagsáætlun Bókasafnsins á Raufarhöfn.
Vegna breytinga á starfsemi safnsins er ekki ljóst með hvaða hætti rekstarformið verður. Því liggur fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 ekki fyrir. Menningarfulltrúi fylgir málinu eftir og kemur með tillögur að áframhaldandi rekstri inn á næsta fund.

5.05 215 Bókasafn Öxarfjarðar fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201508024Vakta málsnúmer

Nefndin hefur til umfjöllunar fjárhagsáætlun Bókasafns Öxarfjarðar. Menningarfulltrúi lagði fjárhagsáætlun Bókasafns Öxarfjarðar fyrir nefndina.
Nefndin samþykkir áætlunina.

6.05 Menningarmál fjárhagsáætlun 2016 deildir utan stofnana

Málsnúmer 201508026Vakta málsnúmer

Nefndin hefur til umfjöllunar fjárhagsáætlun deilda sem heyra undir menningarmál og eru utan stofnana. Menningarfulltrúi lagði fjárhagsáætlun deilda utan stofnana fyrir nefndina.
Nefndin samþykkir áætlunina.

7.Lista- og menningarsjóður Norðurþings, úthlutun árið 2015

Málsnúmer 201501018Vakta málsnúmer

Nefndin hefur til umfjöllunar umsóknir í lista- og menningarsjóð vegna seinni úthlutunar úr sjóðnum fyrir árið 2015.
Umsókn Kristínar Atladóttur er hafnað á þeim forsendum að verkefnið tilheyrir öðru sveitarfélagi.
Nefndin samþykkir umsókn Helga Ólafssonar vegna Drekans á Raufarhöfn. Styrkupphæð 160.000 kr.
Nefndin samþykkir að styrkja Piramus og Þispu vegna uppsetningar á leikritinu Andláts á jarðarför um 50.000 kr.
Nefndin samþykkir að styrkja Félagsheimilið Heiðarbæ vegna viðgerðar á píanói um 50.000 kr.
Nefndin samþykkir að styrkja Leikfélag Húsavíkur vegna starfsemi félagsins um 50.000 kr.
Nefndin samþykkir að styrkja Stúlknakór Húsavíkur vegna kóramóts í Danmörku um 50.000 kr.
Nefndin samþykkir að styrkja Kirkjukór Húsavíkur um 50.000 kr.
Nefndin samþykkir að styrkja leiklistardeild Leifs heppna vegna endurvakningar á starfsemi deildarinnar um 140.000 kr.
Umsókn Silju Jóhannesdóttur er hafnað þar sem nefndin telur að verkefnið falli ekki nógu vel að úthlutunarreglum sjóðsins.

Í heimsókn nefndarinnar í Borgarhólsskóla gerir Skólastjóri Borgarhólsskóla grein fyrir umsögn skólaráðs Borgarhólsskóla um endurskoðun viðmiðunarreglna um skólaakstur frá 2012, sjá gögn undir máli nr. 201407032.

Fundi slitið - kl. 12:00.