Fara í efni

Lista- og menningarsjóður Norðurþings, úthlutun árið 2015

Málsnúmer 201501018

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 45. fundur - 14.01.2015

Í ljósi þröngrar fjárhagsstöðu lista- og menningarjsóðs samþykkir fræðslu- og menningarnefnd að úthlutun úr sjóðunum verði einungis ein á þessu ári. Úthlutað verði í október að undangenginni auglýsingu.

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 53. fundur - 14.10.2015

Nefndin hefur til umfjöllunar umsóknir í lista- og menningarsjóð vegna seinni úthlutunar úr sjóðnum fyrir árið 2015.
Umsókn Kristínar Atladóttur er hafnað á þeim forsendum að verkefnið tilheyrir öðru sveitarfélagi.
Nefndin samþykkir umsókn Helga Ólafssonar vegna Drekans á Raufarhöfn. Styrkupphæð 160.000 kr.
Nefndin samþykkir að styrkja Piramus og Þispu vegna uppsetningar á leikritinu Andláts á jarðarför um 50.000 kr.
Nefndin samþykkir að styrkja Félagsheimilið Heiðarbæ vegna viðgerðar á píanói um 50.000 kr.
Nefndin samþykkir að styrkja Leikfélag Húsavíkur vegna starfsemi félagsins um 50.000 kr.
Nefndin samþykkir að styrkja Stúlknakór Húsavíkur vegna kóramóts í Danmörku um 50.000 kr.
Nefndin samþykkir að styrkja Kirkjukór Húsavíkur um 50.000 kr.
Nefndin samþykkir að styrkja leiklistardeild Leifs heppna vegna endurvakningar á starfsemi deildarinnar um 140.000 kr.
Umsókn Silju Jóhannesdóttur er hafnað þar sem nefndin telur að verkefnið falli ekki nógu vel að úthlutunarreglum sjóðsins.