Fara í efni

04 511 Tónlistarskóli Húsavíkur fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201508017

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 52. fundur - 16.09.2015

Árni gerði grein fyrir fjárhagsáætlun skólans, áætlunin rúmast innan þess fjárhagsramma sem að skólanum er úthlutaður. Ekki er gert ráð fyrir verulegum breytingum á starfi skólans. Brýnt er orðið að endurnýja búnað skólans.
Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi áætlun.

Fræðslunefnd - 14. fundur - 10.05.2017

Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar niðurstöðu fjárhagsársins 2016 hjá Tónlistarskóla Húsavíkur.
Umræðu um fjárhagsáætlun er frestað til næsta fundar. Árni fór yfir starfssemi Tónlistarskólans á árinu. Reyndari kennarar við skólann hafa verið að minnka við sig kennslu og hætta. Vinna við að bæta við kennurum í þeirra stað stendur yfir.

Fræðslunefnd - 16. fundur - 23.08.2017

Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar niðurstöðu fjárhagsársins 2016 hjá Tónlistarskóla Húsavíkur.
Árni Sigurbjarnarson skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur fór yfir niðurstöðuna. Ofáætlað var í fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 vegna fyrirhugaðra launahækkanna sem ekki varð af fyrr en í lok árs.