Fræðslunefnd

16. fundur 23. ágúst 2017 kl. 13:00 - 15:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Olga Gísladóttir formaður
  • Stefán L Rögnvaldsson aðalmaður
  • Sigríður Hauksdóttir varaformaður
  • Jón Höskuldsson Ritari
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir aðalmaður
  • Jón Grímsson varamaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði: Jón Höskuldsson Fræðslufulltrúi
Dagskrá
Málefni Tónlistarskóla Húsavíkur verða á dagskrá kl. 13.
Málefni Borgarhólsskóla verða á dagskrá kl. 13.30.
Málefni Grænuvalla verða á dagskrá kl. 13.50
Málefni Grunnskóla Raufarhafnar verða á dagskrá kl. 14.00

1.Tónlistarskóli Húsavíkur - Ársskýrsla 2016-2017

201706037

Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar ársskýrslu Tónlistarskóla Húsavíkur fyrir skólaárið 2016 - 2017.
Árni Sigurbjarnarson skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur kynnti skýrsluna og fór yfir starfssemi skólans á skólaárinu.

2.Tónlistarskóli Húsavíkur - Starfsáætlun 2017-2018

201706038

Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar starfsáætlun Tónlistarskóla Húsavíkur fyrir skólaárið 2017 - 2018.
Árni Sigurbjarnarson skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur kynnti starfsáætlunina og fór yfir fyrirhugaða starfssemi á skólaárinu.

3.04 511 Tónlistarskóli Húsavíkur fjárhagsáætlun 2016

201508017

Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar niðurstöðu fjárhagsársins 2016 hjá Tónlistarskóla Húsavíkur.
Árni Sigurbjarnarson skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur fór yfir niðurstöðuna. Ofáætlað var í fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 vegna fyrirhugaðra launahækkanna sem ekki varð af fyrr en í lok árs.

4.Borgarhólsskóli - Ársskýrsla 2016-2017

201706041

Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar ársskýrslu Borgarhólsskóla fyrir skólaárið 2016-2017.
Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri Borgarhólsskóla kynnti skýrsluna og fór yfir starfssemi skólans á skólaárinu.

5.Borgarhólsskóli - Starfsáætlun 2017-2018

201706042

Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar starfsáætlun Borgarhólsskóla fyrir skólaárið 2017 - 2018.
Afgreiðslu starfsáætlunar frestað til næsta fundar.

6.Grænuvellir - Starfsáætlun 2017-2018

201706040

Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar starfsáætlun Grænuvalla fyrir skólaárið 2017 - 2018.
Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir leikskólastjóri kynnti áætlunina og fór yfir fyrirhugaða starfssemi á skólaárinu.

7.Grunnskóli Raufarhafnar - Starfsáætlun 2017-2018

201706034

Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar starfsáætlun Grunnskóla Raufarhafnar fyrir skólaárið 2017 - 2018.
Birna Björnsdóttir skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar kynnti áætlunina og fór yfir fyrirhugaða starfssemi á skólaárinu.

8.Námsgögn fyrir grunnskóla 2017-2018

201708003

Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar eftirfarandi bókun byggðaráðs frá fundi þess þann 10. ágúst sl:
Byggðarráð Norðurþings samþykkir að frá og með skólaárinu 2017-2018 verði gripið til aðgerða til jöfnunar á kostnaði við menntun grunnskólabarna. Lagt verði af efnisgjald sem innheimt hefur verið fyrir yngri bekki í grunnskólum Norðurþings undanfarin ár og grunnnámsgögn gerð gjaldfrjáls fyrir öll grunnskólabörn. Þessi aðgerð verði liður í því að vinna að því að börn njóti jafnræðis til náms, m.a. með vísan til laga um grunnskóla þar sem kemur fram að skyldunám í opinberum grunnskólum skuli veitt nemendum þeim að kostnaðarlausu.
Áætlaður kostnaður við verkefnið er 1,5 m.kr. Byggðarráð vísar málinu til fræðslunefndar til útfærslu og felur sveitarstjóra að óska eftir aðild að örútboði í samstarfi við önnur sveitarfélög.
Fræðslufulltrúa er falið að vinna að frekari útfærslu í samvinnu við skólastjórnendur.

9.Óskað er eftir að leikskólabarni verði ekið með skólabíl.

201708035

Fyrir nefndinni liggur erindi Guðrúnar S. Kristjánsdóttir skólastjóra Öxarfjarðarskóla þar sem óskað er eftir að leikskólabarni verði ekið með skólabíl frá Kópaskeri í Lund.
Í rökstuðningi Guðrúnar segir m.a.
[Umræddur nemandi] er elstur leikskólabarna á þessari leið og fer í grunnskóla skólaárið 2018-2019. Hann er kominn á forskólaaldur og því eðlilegt að hann taki þátt í því forskólastarfi sem á sér stað í grunnskólanum. Elstu börn leikskólans hafa komið inn í grunnskólann í áratugi í samstarf sem ber nafnið Brúum bilið. Er slíkt samstarf í mörgum grunnskólum og er beinlínis kveðið á um það í nýjustu Aðalnámskrá, bæði leik- og grunnskóla.

Leikskólabörn þurfa að fá tækifæri til að kynnast væntanlegum grunnskóla á meðan þau eru enn í leikskóla og líta skal á fyrstu vikur grunnskólagöngunnar sem tímabil aðlögunar og undirbúnings (Aðalnámskrá grunnskóla bls. 75).

Fræðslunefnd samþykkir erindið.

10.Ráðning

201604174

Gengið hefur verið frá ótímabundinni ráðningu Birnu Björnsdóttur í starf skólastjóra Grunnskóla Raufarhafnar. Lagður er fram til samþykktar ráðningarsamningur Birnu.
Fræðslunefnd samþykkir ráðningarsamninginn og vísar málinu til staðfestingar sveitarstjórnar.

11.Kynning á högum og líðan ungs fólks í Norðurþingi

201706060

Til kynningar er skýrsla um hagi og líðan ungs fólks í Norðurþingi.
Lagt fram til kynningar.
Árni Sigurbjarnarson skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur, Soffía B. Sverrisdóttir og Arna Þórarinsdóttir fulltrúar Heiltóns sátu fundinn undir liðum 1 - 3.
Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri Borgarhólsskóla sat fundinn í símafundi undir lið 4. Katý Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi Tjörneshrepps sat fundinn undir liðum 4 og 6.
Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir leikskólastjóri Grænuvalla, Helga Jónsdóttir starfandi aðstoðarleikskólastjóri og Signý Valdimarsdóttir fulltrúi foreldra sátu fundinn undir lið 6.
Birna Björnsdóttir skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar, Olga Friðriksdóttir fulltrúi kennara og Nanna Steina Höskuldsdóttir fulltrúi foreldra sátu fundinn undir lið 7.

Fundi slitið - kl. 15:30.