Fara í efni

Óskað er eftir að leikskólabarni verði ekið með skólabíl.

Málsnúmer 201708035

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd - 16. fundur - 23.08.2017

Fyrir nefndinni liggur erindi Guðrúnar S. Kristjánsdóttir skólastjóra Öxarfjarðarskóla þar sem óskað er eftir að leikskólabarni verði ekið með skólabíl frá Kópaskeri í Lund.
Í rökstuðningi Guðrúnar segir m.a.
[Umræddur nemandi] er elstur leikskólabarna á þessari leið og fer í grunnskóla skólaárið 2018-2019. Hann er kominn á forskólaaldur og því eðlilegt að hann taki þátt í því forskólastarfi sem á sér stað í grunnskólanum. Elstu börn leikskólans hafa komið inn í grunnskólann í áratugi í samstarf sem ber nafnið Brúum bilið. Er slíkt samstarf í mörgum grunnskólum og er beinlínis kveðið á um það í nýjustu Aðalnámskrá, bæði leik- og grunnskóla.

Leikskólabörn þurfa að fá tækifæri til að kynnast væntanlegum grunnskóla á meðan þau eru enn í leikskóla og líta skal á fyrstu vikur grunnskólagöngunnar sem tímabil aðlögunar og undirbúnings (Aðalnámskrá grunnskóla bls. 75).

Fræðslunefnd samþykkir erindið.