Fara í efni

Námsgögn fyrir grunnskóla 2017-2018

Málsnúmer 201708003

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 222. fundur - 10.08.2017

Fyrir byggðarráði liggur ákvörðunartaka um kaup á námsgögnum fyrir grunnskóla Norðurþings fyrir skólaárið 2017-2018. Einnig hvort eigi að taka þátt í örútboði á námsgögnum í samvinnu við Ríkiskaup.
Byggðarráð Norðurþings samþykkir að frá og með skólaárinu 2017-2018 verði gripið til aðgerða til jöfnunar á kostnaði við menntun grunnskólabarna. Lagt verði af efnisgjald sem innheimt hefur verið fyrir yngri bekki í grunnskólum Norðurþings undanfarin ár og grunnnámsgögn gerð gjaldfrjáls fyrir öll grunnskólabörn. Þessi aðgerð verði liður í því að vinna að því að börn njóti jafnræðis til náms, m.a. með vísan til laga um grunnskóla þar sem kemur fram að skyldunám í opinberum grunnskólum skuli veitt nemendum þeim að kostnaðarlausu.
Áætlaður kostnaður við verkefnið er 1,5 m.kr. Byggðarráð vísar málinu til fræðslunefndar til útfærslu og felur sveitarstjóra að óska eftir aðild að örútboði í samstarfi við önnur sveitarfélög.

Fræðslunefnd - 16. fundur - 23.08.2017

Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar eftirfarandi bókun byggðaráðs frá fundi þess þann 10. ágúst sl:
Byggðarráð Norðurþings samþykkir að frá og með skólaárinu 2017-2018 verði gripið til aðgerða til jöfnunar á kostnaði við menntun grunnskólabarna. Lagt verði af efnisgjald sem innheimt hefur verið fyrir yngri bekki í grunnskólum Norðurþings undanfarin ár og grunnnámsgögn gerð gjaldfrjáls fyrir öll grunnskólabörn. Þessi aðgerð verði liður í því að vinna að því að börn njóti jafnræðis til náms, m.a. með vísan til laga um grunnskóla þar sem kemur fram að skyldunám í opinberum grunnskólum skuli veitt nemendum þeim að kostnaðarlausu.
Áætlaður kostnaður við verkefnið er 1,5 m.kr. Byggðarráð vísar málinu til fræðslunefndar til útfærslu og felur sveitarstjóra að óska eftir aðild að örútboði í samstarfi við önnur sveitarfélög.
Fræðslufulltrúa er falið að vinna að frekari útfærslu í samvinnu við skólastjórnendur.