Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

222. fundur 10. ágúst 2017 kl. 16:00 - 16:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Olga Gísladóttir varaformaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Soffía Helgadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir Fjármálastjóri
Dagskrá
Soffía Helgadóttir tók þátt í fundinum í gegnum síma.

1.Árshlutauppgjör - rekstur 2017

Málsnúmer 201705065Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri fer yfir rekstur málaflokka fyrstu sex mánuði ársins.
Lagt fram til umræðu og kynningar.

2.Ósk um afturköllun á netaveiðileyfum til silungsveiða

Málsnúmer 201707122Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá fulltrúum veiðifélaga í Þingeyjarsýslum um ósk á afturköllun á netaveiðileyfum til silungaveiða
Norðurþingi hefur borist erindi frá veiðifélögum við Laxá, Reykjadalsá og Mýrarkvísl þar sem þess er farið á leit að sveitarfélagið afturkalli útgefin veiðileyfi til netaveiði nærri ósum fyrrgreinds vatnasviðs. Bent er á að smálax villist í netin auk mögulegra neikvæðra áhrifa á stofna sjósilungs. Byggðarráð bendir á að óheppilegt er að erindi af þessu tagi skuli ekki hafa komið fram með formlegum hætti fyrr en eftir auglýsingu og útgáfu umræddra leyfa enda er hér er um óbreytt vinnulag frá fyrra ári að ræða. Einnig skal bent á að leyfisútgáfa Norðurþings byggir m.a. á því að takmarka og stýra sókn innan ramma laga. Með vísan til framlagðs erindis og rökstuðnings þess telur byggðarráð þó rétt að taka alvarlega athugasemdir veiðifélaganna. Netaveiði sjósilungs lýkur almennt síðsumars og því ekki til mikils að grípa til afturköllunar útgefinna leyfa úr þessu. Málinu er vísað til framkvæmdanefndar sem hefur farið með málið til þessa, og leggur byggðarráð til að um málið verði fjallað þar, og eftir atvikum leitað samráðs við hagsmunaaðila og ráðgjafar fagaðila. Þannig fáist niðurstaða í málið að lokinni faglegri umræðu vel fyrir komandi sumar.

3.Námsgögn fyrir grunnskóla 2017-2018

Málsnúmer 201708003Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur ákvörðunartaka um kaup á námsgögnum fyrir grunnskóla Norðurþings fyrir skólaárið 2017-2018. Einnig hvort eigi að taka þátt í örútboði á námsgögnum í samvinnu við Ríkiskaup.
Byggðarráð Norðurþings samþykkir að frá og með skólaárinu 2017-2018 verði gripið til aðgerða til jöfnunar á kostnaði við menntun grunnskólabarna. Lagt verði af efnisgjald sem innheimt hefur verið fyrir yngri bekki í grunnskólum Norðurþings undanfarin ár og grunnnámsgögn gerð gjaldfrjáls fyrir öll grunnskólabörn. Þessi aðgerð verði liður í því að vinna að því að börn njóti jafnræðis til náms, m.a. með vísan til laga um grunnskóla þar sem kemur fram að skyldunám í opinberum grunnskólum skuli veitt nemendum þeim að kostnaðarlausu.
Áætlaður kostnaður við verkefnið er 1,5 m.kr. Byggðarráð vísar málinu til fræðslunefndar til útfærslu og felur sveitarstjóra að óska eftir aðild að örútboði í samstarfi við önnur sveitarfélög.

4.Tilkynning um fasteignamat 2018

Málsnúmer 201707089Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar nýtt fasteignamat frá Þjóðskrá Íslands.
Lagt fram til kynningar.

5.Aðild að Samtökum sveitarfélaga í sjávarútvegi

Málsnúmer 201707111Vakta málsnúmer

Mikil umsvif eru í sjávarútvegi í sveitarfélaginu, innan allra svæða sveitarfélagsins bæði tengt sjósókn og fiskeldi. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga eru samtök þeirra sveitarfélaga sem hafa beinna hagsmuna að gæta varðandi nýtingu sjávarauðlindarinnar, veiðar og vinnslu, og nú einnig fiskeldis. Er tilgangur samtakanna að vinna að sameiginlegum hagsmunum aðildarsveitarfélaga og íbúa þeirra í þeim málum sem tengjast nýtingu sjávarauðlindarinnar.

Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga hefur samþykkt að bjóða sveitarfélögum sem hafa fiskeldi eða áform um slíkt innan síns sveitarfélags að sækja um aðild að samtökunum. Ef einhver sveitarfélög hafa áhuga á því þá mun stjórn boða til auka aðalfundar í haust til að fá samþykki fyrir breytingum á samþykktum samtakanna þar sem hlutverk samtakanna verður útvíkkað svo lagareldissveitarfélög geti gengið formlega í samtökin.

Sveitarstjóri gerir það að tillögu sinni að Norðurþing óski eftir inngöngu í Samtök sveitarfélaga í sjávarútvegi.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir inngöngu í Samtök sveitarfélaga í sjávarútvegi.

6.Framlög sveitarfélaganna til rekstrar NNA fyrir árið 2018

Málsnúmer 201707079Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur samkomulag um framlög vegna reksturs Náttúrustofu Norðausturlands árið 2017.
Lagt fram til kynningar.

7.Ársreikningur og ársskýrsla Náttúrustofu Norðausturlands vegna 2016

Málsnúmer 201707044Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar ársskýrsla og ársreikningur frá Náttúrustofu Norðausturlands fyrir árið 2016.
Lagt fram til kynningar.

8.Ársskýrsla Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga hf.

Málsnúmer 201706055Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar ársskýrsla og ársreikningur Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga hf. fyrir árið 2016.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:45.