Fara í efni

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings

54. fundur 19. október 2015 kl. 12:00 - 16:00 í Lundi
Nefndarmenn
  • Olga Gísladóttir formaður
  • Stefán L Rögnvaldsson aðalmaður
  • Sigríður Valdimarsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Jón Höskuldsson Fræðslufulltrúi
Dagskrá
Fundur hófst í Lundi kl. 12:00. Liður eitt var tekinn fyrir og skólahúsnæðið skoðað í kjölfarið.
Hlé var gert á fundi kl. 13:00.
Farið var á Kópasker og leikskóladeild heimsótt.
Brottför frá Kópaskeri kl. 13.45
Fundi fram haldið í Grunnskóla Raufarhafnar kl. 14:30. Skólahúsnæðið var skoðað og umræða um lið eitt hélt áfram og liður tvö var tekinn fyrir.

1.Viðmiðunarreglur um skólaakstur frá 2012; endurskoðun

Málsnúmer 201407032Vakta málsnúmer

Málið tekið fyrir í tvennu lagi. Í Öxarfjarðarskóla sátu fundinn fulltrúar skólans, Guðrún S. Kristjánsdóttir skólastjóri, Vigdís Sigvarðardóttir, Guðríður Baldvinsdóttir og Elisabeth Erichsen Hauge.

Í Raufarhafnarskóla sátu fundinn fulltrúar skólans, Birna Björnsdóttir skólastjóri, Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir og Sigrún Björnsdóttir.

Fyrir nefndinni liggur umsögn skólaráða Öxarfjarðarskóla og Grunnskólans á Raufarhöfn um endurskoðun viðmiðunarreglnar um skólaakstur.
Fræðslu- og menningarnefnd leggur til að fræðslufulltrúi skoði hvort breyta megi 4. grein viðmiðunarreglnanna samkvæmt tillögu skólaráðs Öxarfjarðarskóla og samþykkir tillögu ráðsins um breytingar á 5. grein.
Nefndin samþykkir tillögu skólaráðs Raufarhafnarskóla um breytingu á 5. grein.

2.04 216 Grunnskóli Raufarhafnar fjárhagsáætlun 2106

Málsnúmer 201508016Vakta málsnúmer

Fyrir nefndinni liggur endurskoðuð fjárhagsáætlun Grunnskólans á Raufarhöfn vegna endurmats starfsmanna á almennum vinnumarkaði.
Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir endurskoðaða fjárhagsáætlun og leggur til við bæjarráð að fjárhagsrammi skólans verði rýmkaður um eina milljón til að bregðast við launahækkunum. Áður hafði nefndin óskað eftir því við bæjarráð að fjárframlög til fræðslumála yrðu hækkuð um 6.600.000 og hækkar nú sú tala sem þessu nemur.

Fundi slitið - kl. 16:00.