Fara í efni

Menningarmál - umsýsla verði með atvinnumálum

Málsnúmer 201508045

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 51. fundur - 19.08.2015

Fræðslu- og menningarnefnd leggur til að umsýsla menningarmála verði á hendi verkefnisstjóra atvinnumála. Fyrst um sinn heyri menningarmál undir fræðslu- og menningarnefnd, í tengslum við nýjar samþykktir sveitarfélagsins verði tekin afstaða til þess hvaða nefnd fer með málaflokkinn.

Bæjarstjórn Norðurþings - 50. fundur - 25.08.2015

Fyrir bæjarstjórn liggur tillaga frá fræðslu- og menningarnefnd: "Fræðslu- og menningarnefnd leggur til að umsýsla menningarmála verði á hendi verkefnisstjóra atvinnumála. Fyrst um sinn heyri menningarmál undir fræðslu- og menningarnefnd, í tengslum við nýjar samþykktir sveitarfélagsins verði tekin afstaða til þess hvaða nefnd fer með málaflokkinn."
Til máls tóku: Kristján, Gunnlaugur, Soffía og Friðrik

Soffía lagði til að málinu verði vísað til endurskoðunar á samþykktum sveitarfélagsins. Samþykk voru Gunnlaugur og Soffía. Á móti Friðrik, Óli, Olga, Örlygur og Sif. Jónas og Kjartan sátu hjá.

Tillaga fræðslu- og menningarnefndar samþykkt með atkvæðum Friðriks, Óla, Olgu, Örlygs og Sifjar. Gunnlaugur, Jónas, Kjartan og Soffía sátu hjá.