Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

131. fundur 12. febrúar 2015 kl. 16:00 - 17:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Friðrik Sigurðsson varaformaður
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - og staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.824. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201502021Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fundargerð 824. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga til kynningar.
Fundagerðin lögð fram til kynningar.

2.Samband íslenskra sveitarfélaga, ýmis mál til kynningar

Málsnúmer 201501069Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um tilnefningu í ráðgjafanefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Innanríkisráðuneytið hafði óskað eftir, með bréfi til stjórnar sambandsins, að tilnefna 6 aðalmenn og 6 til vara í ráðgjafanefndina.
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tilnefnt eftirfarandi aðila sem aðalmenn. Birgir Björn Sigurjónsson, fjármálastjóri Reykjavíkurborgar, Karen E. Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi Kópasvogsbæ, Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúi í Sveitarfélaginu Skagafirði, Valdimar O. Hermannsson, bæjarfulltrúi í Fjarðarbyggð, Ásgerður Gylfadóttir, bæjarfulltrúi í Sveitarfélaginu Hornafirði, og Sigríður Huld Jónsdóttir, bæjarfulltrúi í Akureyrarkaupstað.
Til vara fyrir hvern aðalmann í sömu röð voru tilnefnd Ellý Guðmundsdóttir, borgarritari í Reykjavíkurborg, Bryndís Haraldsdóttir, bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ, Kristján Andri Guðjónsson, bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ, Soffía Helgadóttir, bæjarfulltrúi í Norðurþingi, Ólafur Þór Ólafsson, bæjarfulltrúi í Sandgerðisbæ og Sveinn Pálsson, sveitarstjóri í Dalabyggð.

Tengiliður sambandsins við fulltrúa þess í nefndinni er Karl Björnsson, framkvæmdastjóri sambandsins.

Samfara tilnefningu þessari er gegnið út frá því að sambandið muni engan kostnað bera af fulltrúum sínum í nefndinni auk þess sem sambandið telur eðlilegt að þóknun verði greidd fyrir störf í nefndinni. Það er að auki forsenda fyrir þátttöku fulltrúa sambandsins í nefndinni að ráðuneytið greiði allan ferðakostanð fulltrúa sambandsins vegna starfa fyrir nefndina.

Framangreint tilkynnist hér með.

3.Velferðarnefnd Alþingis, 237. mál til umsagnar

Málsnúmer 201502042Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar frá Velferðarnefnd Alþingis, frumvarp til laga um húsaleigubætur (námsmenn), 237. mál.
Bæjarráð styður frumvarpið eins og það liggur fyrir.

4.Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, 427. mál til umsagnar

Málsnúmer 201502046Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis frumvarp til laga um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum (heildarlög), 427. mál.
Lagt fram til kynningar.

5.Atvinnuveganefnd Alþingis, 455. mál til umsagnar

Málsnúmer 201502049Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar frá Atvinnuveganefnd Alþingis, frumvarp til laga um náttúrupassa (heildarlög), 455. mál.
Friðrik og Óli óska bókað.
"Við erum á móti áformum um náttúrupassa".

Friðrik Sigurðsson - sign.
Óli Halldórsson - sign.

Lagt fram til kynningar.

6.Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, 511. mál til umsagnar

Málsnúmer 201502054Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, frumvarp til laga um stjórn vatnamála (gjaldtaka fyrir vatnsþjónustu, EES reglur), 511. mál.
Lagt fram til kynningar.

7.Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, 512. mál til umsagnar

Málsnúmer 201502055Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis frumvarp til laga um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum (heildarlög, strangari reglur), 512. mál.
Lagt fram til kynningar.

8.Framkvæmdir á Bakka, framkvæmdir á og við lóð PCC og vinnubúða

Málsnúmer 201502062Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umfjöllunar og afgreiðslu samþykki fyrir fjárveitingu á kostnaði við hönnun og verklýsingu fyrir vegtengingar á Bakka.
Kostnaðaráætlun hljóðar upp á um 2 mkr. en mikilvægt er að ljúka þessu verki sem fyrst.
Annars vegar er um að ræða bráðabirgðavegtengingu frá þjóðvegi að vinnubúðalóð og iðnaðarlóð PCC á uppbyggingartíma. Gert er ráð fyrir verulegum efnisflutningi til og frá iðanaðarlóð PCC um þessa tengingu á uppbyggingartíma og mikilvægt að lágmarka veghalla eins og kostur er, auk þess sem aðgengi að vinnubúðalóðum þarf að vera til staðar.
Hins vegar þegar líður að lokum uppbyggingar iðjuvers PCC minnkar þörfin fyrir vegtengingu að vinnubúðalóðum og neðra aðgenginu yfir Bakkaá. Þá er áætlað að efri vegtenging yfir ána verði kláruð og muni í framtíðinni vera aðalaðkoma starfsfólks að iðnaðarlóð PCC.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi beiðni um framkvæmdafé til hönnunar og verklýsingu fyrir vegtengingu á Bakka, enda verði fjármagnið tekið af framkvæmdafé samkvæmt fjárhagsáætlun ársins 2015 þar til gatnagerðagjöld hafi verið greidd.

9.Sala eigna árið 2015

Málsnúmer 201412024Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi sem tekið var fyrir á 51. fundi framkvæmda- og hafnanefndar þar sem nefndin fjallaði um eignasölu Eignasjóðs. Fram kemur að nefndin samþykkir að heimila Eignasjóði að undirbúa sölu eigna í eigu sjóðsins. Markmiðið er að lækka viðhalds- og rekstrarkostnað sjóðsins.
Nefndin felur umsjónarmanni fasteigna og framkvæmda- og þjónustufulltrúa í samstarfi við bæjarráð að útbúa reglur um eignasölu og leggja fyrir nefndirnar að nýju.
Bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar og felur fjármálastjóra að vinna að verkefninu með umsjónarmanni fasteigna og framkvæmda- og þjónustufulltrúa. Tillögur verða lagðar fyrir nefndirnar þegar þær liggja fyrir.

Fundi slitið - kl. 17:00.