Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

153. fundur 01. október 2015 kl. 16:00 - 19:51 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Friðrik Sigurðsson varaformaður
  • Gunnlaugur Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
  • Gunnlaugur Aðalbjarnarson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Aðalbjarnarson Fjármálastjóri - staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Skíðadeild Völsungs Skíðasvæði - vatntsveita

Málsnúmer 201509117Vakta málsnúmer

Höskuldur Skúli Hallgrímsson og Sigurgeir Stefánsson kynna áform skíðadeildarinnar um vatnsveitu við skíðasvæði á Reykjaheiði.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við fyrirætlan skíðadeildarinnar

2.Fjármál Norðurþings

Málsnúmer 201505080Vakta málsnúmer

Gaukur Hjartarson skipulags- og byggingafulltrúi og Kjartan Páll Þórarinsson, tómstunda- og æskulýðsfulltrúi fara yfir fjárhagsáætlanir 2016 sinna málaflokka

3.Samband íslenskra sveitarfélaga, ýmis mál til kynningar

Málsnúmer 201501069Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um þjóðhagsspá 2014 til 2015
Lagt fram til kynningar

4.PCC BakkiSilicon hf., lóðasamningur vegna vinnubúða

Málsnúmer 201407059Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur samningur um vinnubúðalóð við PCC til samþykktar
Garðar Garðarsson kynnti samninginn. Bæjarráð samþykkir samninginn.

5.Eyþing fundargerðir

Málsnúmer 201406064Vakta málsnúmer

Fyrir bæjrráði liggja til kynningar 270. og 271. stjórnarfundagerðir Eyþings
Bæjarráð Norðurþings lýsir yfir verulegum áhyggjum á hægagangi í samningaviðræðum Eyþings við ríkisvaldið vegna viðvarandi hallareksturs almenningssamgangna.

Fundargerðir eru lagðar fram til kynningar

6.830. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201509065Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar 830. stjórnarfunargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð lögð fram til kynningar

7.Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum, fundargerð

Málsnúmer 201404074Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur aðalfundargerð Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum frá 25. september sl.
Lagt fram til kynningar

8.Ósk um rekstrarframlag fyrir árið 2016

Málsnúmer 201509118Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur ósk frá Björgunarsveitinni Garðari um að endurnýjun samnings við sveitina varðandi fjárstuðning
Friðrik Sigurðsson vék af fundi undir þessum lið

Bæjarráð samþykkir heildarupphæð upp á 2 milljónir og vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar

9.Dvalaheimili aldraðra Hvammur og leigufélag Hvamms - Fundargerðir 2015

Málsnúmer 201507013Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggja til kynningar fundargerð stjórnar Hvamms frá 15. september og Leigufélags Hvamms frá sama degi.
Fundargerðirnar eru lagðar fram

10.Tilnefning fulltrúa Norðurþings í stjórn Þekkingarnets Þingeyinga í stað Erlu Sigurðardóttur

Málsnúmer 201509062Vakta málsnúmer

Óli Halldórsson vék af fundi

Bæjarráð tilnefnir Jón Höskuldsson, fræðslufulltrúa Norðurþings, í stjórnina í stað Erlu

11.Ósk um tilnefningu í stýrihóp vegna vegtengingar milli Húsavíkurhafnar og iðnaðarsvæðisins á Bakka

Málsnúmer 201509115Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur beiðni frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu um tilnefningu í stýrihóp vegna vegna vegtengingar á milli Húsavíkurhafnar og iðnaðarsvæðisins á Bakka
Bæjarráð tilnefnir Snæbjörn Sigurðarson og Pétur Vopna Sigurðsson í stýrihópinn

12.Fundir sveitarstjórna með fjárlaganefnd Alþingis 2015

Málsnúmer 201509067Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur bréf frá fjárlaganefnd Alþingis þar sem nefndin býður fulltrúum sveitarfélaga til viðtals um fjármál sveitarfélaga í tengslum við vinnu nefndarinnar vegna fjárlagafrumvarps fyrir árið 2016.
Bæjarstjóra falið að óska eftir hentugum fundartíma

13.Boð á IX umhverfisþing 9. október 2015

Málsnúmer 201509069Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur boð frá umhverfis- og auðlindaráðherra á IX. Umhverfisþings sem haldið verður 9. október nk.
Lagt fram til kynningar

14.Eigendastefna fyrir þjóðlendur, verkefnislýsing

Málsnúmer 201509087Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur bréf frá forsætisráðuneytinu og drög að verkefnalýsingu á hvernig ráðuneytið hyggst vinna að eigendastefnu fyrir þjóðlendur. Ráðuneytið óskar eftir ábendingum um verkefnalýsinguna.
Lagt fram til kynningar

15.Drög að frumvarpi um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga til umsagnar

Málsnúmer 201509068Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur beiðni frá innanríkisráðuneytinu um umsögn um breytingu á lögum um tekjustofn sveitarfélaga. Snýst breytingin um að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga greiði sveitarfélögum tímabundið framlag sem fengið er með hlutdeild í tekjum ríkissjóðs af sérstökum skatti á fjármálafyrirtæki árin 2015 til 2017
Lagt fram til kynningar

16.Velferðarnefnd Alþingis, 4. mál til umsagnar

Málsnúmer 201509081Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur beiðni frá velferðarnefnd Alþingis um umsögn á framvarpi til laga um byggingarsjóð Landspítala (heildarlög), 4. mál.
Lagt fram til kynningar

17.Velferðarnefnd Alþingis, 3. mál til umsagnar

Málsnúmer 201509089Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur beiðni frá velferðarnefnd Alþingis um umsögn á framvarpi til laga um almannatryggingar (hækkun lífeyris í 300 þús. kr.) 3. mál.

Lagt fram til kynningar

18.Velferðarnefnd Alþingis, 35. mál til umsagnar

Málsnúmer 201509091Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur beiðni frá velferðarnefnd Alþingis um umsögn á framvarpi til laga um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og málefni aldraðra (uppfærsluréttur íbúðarréttar), 35. mál.
Lagt fram til kynningar

19.Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, 10. mál til umsagnar

Málsnúmer 201509101Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur beiðni frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis um umsögn um tillögu til þingsályktunar um þjóðgarð á miðhálendinu, 10. mál.
Lagt fram til kynningar

20.Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, 101. mál til umsagnar

Málsnúmer 201509102Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur beiðni frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis um umsögn um tillögu til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2015-2026, 101. mál.
Lagt fram til kynningar

21.Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, 133. mál til umsagnar

Málsnúmer 201509103Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur beiðni frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis um umsögn á framvarpi til laga um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum, 133. mál.

Lagt fram til kynningar

22.Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, 140. mál til umsagnar

Málsnúmer 201509104Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur beiðni frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis um umsögn á framvarpi til laga um náttúruvernd (varúðarregla, almannaréttur, sérstök vernd, framandi tegundir o.fl.), 140. mál.

Lagt fram til kynningar

23.Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, 16. mál til umsagnar

Málsnúmer 201509114Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur beiðni frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis um umsögn um tillögu til þingsályktunar um styrkingu leikskóla og fæðingarorlofs, 16. mál.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 19:51.