Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

147. fundur 23. júlí 2015 kl. 16:00 - 18:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Friðrik Sigurðsson varaformaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
  • Gunnlaugur Aðalbjarnarson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Aðalbjarnarson Fjármálastjóri - staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Eyþing fundargerðir

Málsnúmer 201406064Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggja til kynningar fundargerðir 266. fundar til 269. fundar stjórnar Eyþings
Lagt fram til kynningar

Bæjarráð lýsir áhyggjum yfir viðvarandi tapi og útstreymi fjármagns Eyþings til almenningssamgangna.

2.Samband íslenskra sveitarfélaga, ýmis mál til kynningar

Málsnúmer 201501069Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggja til kynningar niðurstöður UT ráðstefnu sveitarfélaga sem haldin var 2. júní síðastliðinn.
Lagt fram til kynningar

3.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Þórhalli Óskarssyni f.h. Fensala ehf.

Málsnúmer 201507040Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur beiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra til handa Þórhalli Óskarssyni vegna gistingar að Stóragarði 13
Bæjarráð veitir erindinu jákvæða umsögn

4.Velferðarnefnd Alþingis, 788. mál til umsagnar

Málsnúmer 201507042Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar frá Velferðarnefnd Alþingis frumvarp til laga um húsnæðisbætur (heildarlög), 788. mál
Lagt fram til kynningar

5.Íþróttafélagið Völsungur, erindi vegna vallarhúss við Knattspyrnuvellina á Húsavík

Málsnúmer 201505021Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Íþróttafélaginu Völsungi vegna vallarhúss á Húsavík og bókun stjórnar Orkuveitu Húsavíkur þar um.
"Stjórn Orkuveitunnar leggur eftirfarandi til og hvetur til að haft verði til hliðsjónar í samningum við Íþróttafélagi Völsungs:

1. Orkuveita leigi Norðurþingi vallarhúsið á kr. 750 per fm með vsk og hefur eignasjóður Norðurþings umsjón með húsnæðinu fyrir hönd sveitarfélagsins

2. Orkuveitan klári vöktunarkerfi knattspyrnuvallar á árinu 2015 og viðhaldi framvegis

3. Orkuveitan leggi að auki 2 milljónir í framkvæmdir á húsnæðinu á árinu 2015 og hefur eignasjóður Norðurþings umsjón með hvernig þeim fjármunum er varið.

4. Orkuveitan leggi allt að 3 milljónir árlega í 3 ár í endurbætur á húsnæðinu frá og með árinu 2016 og hafi eignasjóður umsjón með hvernig þeim fjármunum er varið

5. Norðurþing (eignasjóður) geri samning við Völsung um afnot, rekstur og viðhald á húsnæðinu samhliða umsjón á völlum sveitarfélagsins."
Bæjarráð samþykkir tillögu stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf.

6.Tilboð í Grundargarð 5-101

Málsnúmer 201507043Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggja fjögur tilboð í Grundargaðr 5-101
Fyrir liggjur í sölugögnum að viðhaldsþörf er á umræddri íbúð. Bæjarráð samþykkir að taka hæsta tilboðinu, sem hljóðar upp á 9.550.000,-

7.Fjármál Norðurþings

Málsnúmer 201505080Vakta málsnúmer

Bæjarráð er sammála megin niðurstöðum skýrslu KPMG og notar hana til undirbúnings fjárhagsáætlana næstu ára. Ein niðurstaða skýrslunnar er að fjöldi starfsmanna per þúsund íbúa er mun hærri hjá Norðurþingi en hjá sambærilegum sveitarfélögum. Bæjarráð leggur áherslu á að starfsmannafjöldinn verði sambærilegur og hjá samanburðarsveitarfélögum í lok árs 2018 og að ávallt verði leitast við að láta mönnun/starfsmannafjölda Norðurþings fylgja mannaflaþörf út frá aðstæðum/þróun verkefna.

Bæjarráð er sammála um að leita skuli leiða við að ná markmiðinu með eftirfarandi hætti:

1.
Leitast verði við að ná fram samlegðaráhrifum í rekstri/starfsmannahaldi þegar við á, bæði innan sveitarfélagsins og í samstarfi við nágrannasveitarfélög
2.
Ekki er ráðið í ný störf innan sveitarfélagsins nema sýnt þykir að þau störf séu nauðsynleg og/eða skili sveitarfélaginu sparnaði til lengri tíma
3.
Þegar starfsmaður hættir vegna aldurs eða annarra ástæðna er ávallt skoðaður sá möguleiki að flytja verkefni hans á aðra starfsmenn áður en ráðið er í starf hans, þ.e. leggja starfið niður.
4.
Nýtt fólk er ekki ráðið til starfa nema áður hafi verið kannað hvort annar starfsmaður innan sveitarfélagsins geti sinnt því starfi sem losnaði.
5.
Þekkingabrunnur starfmanna er breikkaður með því að færa verkefni á milli aðila og auka þannig sveigjanleika starfsmanna og möguleika þeirra til að að taka yfir ný verkefni.

Fundi slitið - kl. 18:45.