Fara í efni

Íþróttafélagið Völsungur, erindi vegna vallarhúss við Knattspyrnuvellina á Húsavík

Málsnúmer 201505021

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 139. fundur - 13.05.2015

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Íþróttafélaginu Völsungi þar sem óskað er eftir upplýsingum um vallarhúsið við íþróttavöllinn á Húsavík.
Milli Orkuveitu Húsavíkur og Norðurþings er samkomulag um að Norðurþing eignist húsið. Ekki er gert ráð fyrir framkvæmdum í húsinu á fjárhagsáætlun þessa árs.

Bæjarráð Norðurþings - 147. fundur - 23.07.2015

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Íþróttafélaginu Völsungi vegna vallarhúss á Húsavík og bókun stjórnar Orkuveitu Húsavíkur þar um.
"Stjórn Orkuveitunnar leggur eftirfarandi til og hvetur til að haft verði til hliðsjónar í samningum við Íþróttafélagi Völsungs:

1. Orkuveita leigi Norðurþingi vallarhúsið á kr. 750 per fm með vsk og hefur eignasjóður Norðurþings umsjón með húsnæðinu fyrir hönd sveitarfélagsins

2. Orkuveitan klári vöktunarkerfi knattspyrnuvallar á árinu 2015 og viðhaldi framvegis

3. Orkuveitan leggi að auki 2 milljónir í framkvæmdir á húsnæðinu á árinu 2015 og hefur eignasjóður Norðurþings umsjón með hvernig þeim fjármunum er varið.

4. Orkuveitan leggi allt að 3 milljónir árlega í 3 ár í endurbætur á húsnæðinu frá og með árinu 2016 og hafi eignasjóður umsjón með hvernig þeim fjármunum er varið

5. Norðurþing (eignasjóður) geri samning við Völsung um afnot, rekstur og viðhald á húsnæðinu samhliða umsjón á völlum sveitarfélagsins."
Bæjarráð samþykkir tillögu stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf.