Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

139. fundur 13. maí 2015 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Friðrik Sigurðsson varaformaður
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Gunnlaugur Aðalbjarnarson fjármálastjóri
  • Guðbjartur Ellert Jónsson
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Aðalbjarnarson Fjármálastjóri - staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Íþróttafélagið Völsungur, erindi vegna vallarhúss við Knattspyrnuvellina á Húsavík

Málsnúmer 201505021Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Íþróttafélaginu Völsungi þar sem óskað er eftir upplýsingum um vallarhúsið við íþróttavöllinn á Húsavík.
Milli Orkuveitu Húsavíkur og Norðurþings er samkomulag um að Norðurþing eignist húsið. Ekki er gert ráð fyrir framkvæmdum í húsinu á fjárhagsáætlun þessa árs.

2.Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, ósk um tilnefningu í svæðisráð Vatnajökulsþjóðgarðs

Málsnúmer 201505001Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu um tilnefningu Norðurþings á fulltrúa í svæðisráði fyrir Rekstrarsvæði 1 í Vatnajökulsþjóðgarði
Fulltrúar Norðurþings tilnefndir af bæjarráði í svæðisráð fyrir rekstrarsvæði 1 Vatnajökulsþjóðgarðs eru Óli Halldórsson og til vara Örlygur Hnefill Örlygsson.

3.Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, 703. mál til umsagnar

Málsnúmer 201505002Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, 703. mál.
Lagt fram

4.Velferðarnefnd Alþingis, 696. mál til umsagnar

Málsnúmer 201505005Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar frá Velferðarnefnd Alþingis frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum (réttarstaða leigjanda og leigusala), 696. mál.
Lagt fram

5.Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, 687. mál til umsagnar

Málsnúmer 201505015Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis frumvarp til laga um lögræðislög (réttindi fatlaðs fólks, svipting lögræðis o.fl.), 687. mál
Lagt fram

6.Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, 361. mál til umsagnar

Málsnúmer 201505031Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis frumvarp til laga um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli, 361. mál.
Lagt fram

7.Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, 355. mál til umsagnar

Málsnúmer 201505034Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar frá Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis tillaga til þingsályktunar um undirbúning að gerð þjóðhagsáætlana til langs tíma, 355. mál.

Lagt fram

8.Sýslumaðurinn á Norðurland eystra, ósk um umsögn vegna framlengingar á rekstrarleyfi

Málsnúmer 201505006Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra vegna leyfisveitinga til handa Berki Emilssyni f.h. Sölkuveitinga ehf
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að því tilskyldu að aðrir sem um slík leyfi fjalla geri slíkt hið sama

9.Sýslumaðurinn á Norðurland eystra, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Salbjörgu Matthíasdóttur

Málsnúmer 201505041Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra vegna leyfisveitinga til handa Salbjörgu Matthíasdóttur fyrir gistingu í Árdal
Bæjarráð veitir erindinu jákvæða umsögn.

10.Sýslumaðurinn á Norðurland eystra, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Halldóri S. Olgeirssyni

Málsnúmer 201505042Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra vegna leyfisveitinga til handa Halldóri S Olgeirssyni f.h. Bjarnastaða Hestaferða ehf.
Bæjarráð veitir erindinu neikvæða umsögn og vísar til bókunar skipulags- og byggingarnefndar á fundi hennar 12. maí.

11.Eignarnám að Höfða 10

Málsnúmer 201505058Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur minnisblað um stöðu eignanáms að Höfða 10
Lagt fram til kynningar

12.Samningur um brothætta byggð

Málsnúmer 201505060Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggja drög að samningi milli Norðurþings, Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, Byggðastofnunar og Eyþings um brotthættar byggðir á Norðausturhorninu.
Bæjarstjóra er falið að klára samninginn og leggja fyrir bæjarráð að nýju til staðfestingar

Fundi slitið - kl. 18:00.