Fara í efni

Flotbryggjur í Húsavíkurhöfn

Málsnúmer 201410057

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 44. fundur - 15.10.2014

Flotbryggjur í Húsavíkurhöfn hafa ítrekað orðið fyrir tjóni í vegna hreyfingar í höfninni. Rætt um mögulegar leiðir til að koma í veg fyrir slíkt. Þórir Örn Gunnarsson kafari mætti á fundinn og kynnti ástand á flotbryggum og festingum á þeim. Framkvæmda- og hafnarnefnd óskar eftir skýrslu frá Þóri Erni um tillögur að úrbótum ásamt kostnaðaráætlun. Stefán Stefánsson hafnarvörður sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 63. fundur - 14.10.2015

Þórir Örn Gunnarsson kom á fundinn og kynnti fyrir nefndinni stöðu flotbryggja á Húsavík. Skýrsla sem hann hefur skilað til Norðurþings var kynnt og fór Þórir yfir ástand flotbryggjanna og búnaði þeim tengdum.
Framkvæmda- og hafnanefnd þakkar Þórir Erni kærlega fyrir snaggaralega kynningu á skýrslunni.