Fara í efni

GPG Seafood óskar eftir að lokað verði fyrir bílaumferð við vinnsluhús félagsins

Málsnúmer 201406088

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 42. fundur - 02.07.2014

GPG óskar eftir lokun hafnarstéttar fyrir bílaumferð milli vinnsluhúss GPG og gömlu rækjuverksmiðjunnar. Stefán Stefánsson sat fundinn undir þessum lið. Framkvæmda- og hafnanefnd tekur jákvætt í erindið og er hafnastjóra, hafnaverði og formanni nefndarinnar falið að ræða við bréfritara og lóðahafa á svæðinu og finna lausn sem hentar aðilum.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 44. fundur - 15.10.2014

Formaður og f&h-fulltrúi áttu fund með forsvarsmönnum GPG og gerðu nefndinni grein fyrir stöðu málsins. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að merkja veginn milli Norðlenska og GPG sem vinnusvæði og hvetja bílstjóra til sérstakrar aðgæslu við akstur þar.