Fara í efni

Aðalsteinn Júlíusson, umsókn um stöðuleyfi fyrir pylsuvagn á hafnarsvæði

Málsnúmer 201404023

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 40. fundur - 23.04.2014

Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur erindi frá Aðalsteini Júlíussyni þar sem óskað er eftir stæði undir pylsuvagn, eins og undanfarin ár, við Húsavíkurhöfn, gegnt Gamla Bauk. Fram kemur í erindinu að óskað er eftir sömu staðsetningu og undangengin ár. Ef ekki er mögulegt að fá sama stæði undir pylsuvagning óskar bréfritari eftir samráði um nýja staðsetningu. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir fyrir sitt leiti beiðnina og felur hafnastjóra úthlutun stæða á torgsölusvæði samkvæmt skipulagi.