Fara í efni

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings

43. fundur 18. ágúst 2015 kl. 13:15 - 16:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Erna Björnsdóttir formaður
  • Jóhanna Sigr Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Dögg Stefánsdóttir aðalmaður
  • Áslaug Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Gunnar Illugi Sigurðsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Kjartan Páll Þórarinsson Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Vinnuskóli 2015

Málsnúmer 201504010Vakta málsnúmer

Flokkstjórar vinnuskólans, Aðalbjörn Jóhannsson og Helga Gunnarsdóttir komu og kynntu starf vinnuskólans 2015. Starfsemin gekk vel í sumar. Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með áherslur í starfi vinnuskólans þar sem áhersla er lögð á æskulýðsstarf.

2.Erindi frá Golfklúbbi Húsavíkur og Völsungi varðandi samninga við félögin og rekstur vallarsvæða

Málsnúmer 201508057Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd þakkar GH fyrir erindið. Nefndin tekur undir svar tómstunda- og æskulýðsfulltrúa og mælir með að haldinn verði stöðufundur með hlutaðeigandi aðilum í haust.

3.Frístundaheimili

Málsnúmer 201405035Vakta málsnúmer

Frístundarheimilið opnaði mánudaginn 17. ágúst. Vistunin er ætluð börnum í 1-4 bekk.
Frístundaheimilið Tún opnaði mánudaginn 17. ágúst. Tún er frístundarheimili fyrir öll börn í 1-4 bekk. Opnunartími er 12.30-16.00 alla virka daga. Lagt er til að skráningum fyrir skólaárið 2015-2016 verði lokið þriðjudaginn 25.ágúst svo hægt verði að taka ákvörðun um starfsmannamál frístundarheimilisins.

4.Opnunartímar sundlauga Norðurþings

Málsnúmer 201406010Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd hefur ákveðið vetraropnunartíma fyrir veturinn 2015-2016 í sundlauginni á Húsavík.

Opnunartími verður eftirfarandi:

Virkir dagar:
6.45 - 9.30
14.30 - 21.00 (föstudaga lokar kl 19.00)
Helgar:
10-18

Vetraropnunartími tekur gildi mánudaginn 24.ágúst.

Forstöðumaður sundlaugarinnar, Trausti Ólafsson sat fundinn undir þessum lið.

5.Sundlaug Raufarhafnar

Málsnúmer 201508055Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar

6.Sundlaugin í Lundi

Málsnúmer 201403046Vakta málsnúmer

Sundlaugin í Lundi lokaði eftir sumaropnun 15.ágúst 2015. Sumarið gekk vel þó svo að slæmt veður hafi haft áhrif á aðsóknina. Tómstunda- og æskulýðsnefnd vill koma á framfæri þökkum til allra þeirra er komu að starfsemi sundlaugarinnar í sumar.

7.Álaborg, boð á ungmennaleikana 2015

Málsnúmer 201410095Vakta málsnúmer

Blaklið og handboltalið frá Völsungi fóru á Álaborgarleikana 2015 fyrir hönd Norðurþings. Leikarnir voru vel heppnaðir og var mikil ánægja á meðal þátttakenda með leikana.
Skýrsla tómstunda- og æskulýðsfulltrúa um ferðina er einnig lögð fram til kynningar um málið.

8.Fjárhagsáætlun 2015 - málaflokkur 06

Málsnúmer 201410053Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar

9.Fjárhagsáætlun 2016 málaflokkur 06

Málsnúmer 201508056Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 16:00.