Fara í efni

Vinnuskóli 2015

Málsnúmer 201504010

Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 40. fundur - 14.04.2015

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi kynnti tilhögun Vinnuskóla Norðurþings 2015. Byggt verður á þeirri vinnutilhögun sem var sumarið 2014. Stefnt er að því að gera vinnuskólann sýnilegan samfélaginu með skapandi vinnu samhliða öðrum verkum. Einnig er stefnt að því að Tún verði opið í sumar sem félagsmiðstöð unglinga og munu flokksstjórar hafa umsjón með því starfi ásamt öðrum starfsmönnum Túns.

Vinnuskólinn verður starfræktur frá 15.júní til 31.júlí.

Markmið vinnuskólans er m.a.: Fræðsla, grenndarvitund og staðarstolt. Efla meðvitund og vekja áhuga á nærumhverfi. Halda umhverfi vinnuskólans snyrtilegu.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd ákveður að hækka laun nemenda vinnuskólans frá fyrra ári um 3,5%.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 43. fundur - 18.08.2015

Flokkstjórar vinnuskólans, Aðalbjörn Jóhannsson og Helga Gunnarsdóttir komu og kynntu starf vinnuskólans 2015. Starfsemin gekk vel í sumar. Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með áherslur í starfi vinnuskólans þar sem áhersla er lögð á æskulýðsstarf.