Fara í efni

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings

37. fundur 09. desember 2014 kl. 16:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Erna Björnsdóttir formaður
  • Jóhanna Sigr Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Dögg Stefánsdóttir aðalmaður
  • Áslaug Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Jóhann Rúnar Pálsson Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2015 - málaflokkur 06

Málsnúmer 201410053Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi kynnti tillögu að fjárhagsramma málaflokks 06, tómstunda- og æskulýðsmál. Úthlutaður rammi til málaflokksins eru 186 milljónir króna. Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir fjárhagsramma málaflokks 06 fyrir árið 2015 með áorðnum breytingum.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd felur tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að útbúa greinargerð vegna viðhaldsáætlana fyrir íþróttamannvirki sviðsins og koma greinargerðinni á umsýslu eignasjóðs.

Tillaga að gjaldskrá íþróttamannvirkja fyrir árið 2015 lögð fram.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir framlagða gjaldskrá.

2.Samningamál íþróttafélaga

Málsnúmer 201401057Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd felur tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að ganga frá samningum við Íþróttafélagið Völsung og Golfklúbb Húsavíkur á grundvelli fjárhagsáætlunar fyrir 2015.

Fundi slitið.