Fara í efni

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings

26. fundur 14. janúar 2014 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hjálmar Bogi Hafliðason formaður
  • Birna Björnsdóttir aðalmaður
  • Hafsteinn H Gunnarsson varaformaður
  • Ingólfur Freysson aðalmaður
  • Sigríður Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Rúnar Pálsson æskulýðsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jóhann Rúnar Pálsson Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Ungmennaráð Norðurþings

Málsnúmer 201201039Vakta málsnúmer

Fyrsti fundur Ungmennaráðs Norðurþings er áætlaður 24.janúar. Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi Norðurþings kynnti skipulag fyrsta fundar Ungmennaráðsins. Tómstunda- og æskulýðsnefnd leggur til að ráðinu verði ráðstafað fjármagni til ráðstöfunar. Tómstunda- og æskulýðsnefnd vísar til umfjöllunar í Ungmennaráði skoðanir ráðsins á íþrótta- og tómstundastarfi í sveitarfélaginu. Tómstunda- og æskulýðsnefnd leggur til við nefndir og ráð sveitarfélagsins að þau vísi málum til umsagnar í Ungmennaráði Norðurþings er varðar málefni ungs fólks í sveitarfélaginu.

2.Gjaldskrá íþróttamannvirkja

Málsnúmer 201401055Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi fór yfir gjaldskrár íþróttamannvirkja. Árskort fullorðinna lækki úr 31.500 í 30.000 krónur og viðbótarkort í 20.000. Árskort eldri borgara lækki í 15.000. <SPAN lang=EN-GB style="FONT-SIZE: 11pt; FONT-FAMILY: "Arial","sans-serif"">Tómstunda- og æskulýðsnefnd ákveður að hækka stakan miða í 600 krónur í sundlaugar Norðurþings. Börn 6-17 ára stakur miði 300 krónur. Óbreytt verð á frístundakortum. Leiga á handklæði 600 krónur, leiga á sundfötum 600 krónur. Handklæði, sundföt og sundferð 1500 krónur. Íþróttahöll á Húsavík heill salur 6000 krónur, 2/3 salur 4.000 krónur, 1/3 salur 3.000 krónur. Sólarhringsleiga 130.000 krónur. Skíðamannvirki gjaldfrjáls aðgangur.

3.Íþróttastarf í sveitarfélaginu

Málsnúmer 201401056Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi fór yfir íþróttastarf í sveitarfélaginu. Ljóst er að auka þarf með einhverjum hætti framboð á íþrótta- og tómstundastarfi í austurhluta sveitarfélagsins. Tómstunda- og æskulýðsnefnd felur tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að fylgja eftir málinu og stuðla að samstarfi milli íþróttafélaga á svæðinu.

4.Samningamál íþróttafélaga

Málsnúmer 201401057Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi fór yfir stöðu samningamála varðandi íþrótta- og tómstundafélög í sveitarfélaginu. Tómstunda- og æskulýðsnefnd leggur áherslu á að árlegt fjármagn til aðalstjórnar ÍF Völsungs verði hækkað umtalsvert gegn því að hver iðkandi greiði einungis eitt iðkendagjald óháð fjölda greina sem stunduð er. Tómstunda- og æskulýðsnefnd felur tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að funda með aðalstjórn Völsungs vegna samningamála. Tómstunda- og æskulýðsnefnd felur starfsmanni nefndarinnar að boða fulltrúa Golfklúbbs Húsavíkur á næsta fund nefndarinnar.

5.Búnaður íþróttamannvirkja

Málsnúmer 201401058Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi fór yfir þann búnað sem vanhagar í íþróttamannvirki sveitarfélagsins. Tómstunda- og æskulýðsnefnd fór yfir listann og forgangsraðaði væntanlegum kaupum . Á Húsavík er brýnast að kaupa stóra fjölnota dýnu.

6.Leikvellir í sveitarfélaginu Norðurþingi.

Málsnúmer 201006081Vakta málsnúmer


Tómstunda- og æskulýðsnefnd lagði það til við Framkvæmda- og hafnarnefnd að einn leikvöllur yrði uppfærður árlega. Engin nýframkvæmd vegna þessa hefur orðið á síðustu tveimur árum þrátt fyrir áætlanir þar um. Tómstunda- og æskulýðsnefnd leggur til að leikvöllurinn við Túngötu verði uppfærður.

7.Landsmót 50

Málsnúmer 201401059Vakta málsnúmer

Fyrirhugað er að halda Landsmót 50 + á Húsavík í lok júní 2014. Fulltrúar sveitarfélagsins í Landsmótsnefnd eru Hjálmar Bogi Hafliðason og Bergur Elías Ágústsson. Hjálmar Bogi fór yfir stöðu mála.

8.Kynning tómstunda- og æskulýðsfulltrúa

Málsnúmer 201401054Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi fór yfir stöðu málaflokksins. Unnið er að þátttöku ungmenna í alþóðlegu lýðsræðisverkefni sem á sér stað í Moss Noregi 12. ? 14. ágúst 2014. Tengsl verkefnisins er við vinabæ Húsavíkur, Fredriksstad. Vinna vegna móttöku nýrra íbúa í sveitarfélaginu. Félagsstarf ungmenna,.Conny Spandau með félagsstarf í Lundi. Söngvakeppni Samnorð 24.janúar, undirbúningur. Þing ungmennahúsa, undirbúningur fyrir þing á Húsavík 16.maí. Þorrablót kvenfélagsins í íþróttahöllinni. Starfsmannahald og skipulag. Frístundaheimilið, Sigurður Narfi í fæðingarorlofi. Aðalbjörn Jóhannsson leysir af á meðan. Nýi gervigrasvöllurinn. Ljóst að tilkoma hans hefur jákvæð áhrif á hreyfimöguleika fólks í sveitarfélaginu. Stefnumál ýmissa mála. Vinnuskólinn, vinna að undirbúningi, breytt fyrirkomulag.
Birna Björnsdóttir og Sigríður Valdimarsdóttir sátu fundinn í fjarfundi frá Raufarhöfn.

Fundi slitið - kl. 18:00.