Fara í efni

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings

53. fundur 18. mars 2015 kl. 16:00 - 17:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Trausti Aðalsteinsson aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson aðalmaður
  • Örlygur Hnefill Örlygsson formaður
  • Arnar Sigurðsson varamaður
Fundargerð ritaði: Tryggvi Jóhannsson Framkvæmda- og þjónustufulltrúi
Dagskrá

1.Fyrirkomulag sorpmála í Norðurþingi

Málsnúmer 201410060Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnarnefnd fór yfir þau tilboð sem bárust. Samþykkt var að ganga til viðræðna við lægstbjóðanda, Íslenska gámafélagið ehf., og felur nefndin framkvæmda- og þjónustufulltrúa að boða fulltrúa fyrirtækisins til viðræðna við nefndina.

Hafsteinn H. Gunnarsson og Kristján Þór Magnússon sátu fundinn undir þessum lið.

2.Hugrún Rúnarsdóttir f.h. íbúa við Auðbrekku óskar eftir úrbótum á ástandi götunnar

Málsnúmer 201503014Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að kanna kostnað og kosti í lagfæringu á Auðbrekku frá húsi 4 að 18.

3.Sala eigna árið 2015

Málsnúmer 201412024Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lágu þrjú tilboð í íbúð í eigu Norðurþings að Grundargarði 15, íbúð 202, á Húsavík. Framkvæmda- og hafnarnefnd samþykkti að taka hæsta tilboði í eignina.

Sveinn Hreinsson sat fundinn undir þessum lið.

Fundi slitið - kl. 17:15.