Fara í efni

Hugrún Rúnarsdóttir f.h. íbúa við Auðbrekku óskar eftir úrbótum á ástandi götunnar

Málsnúmer 201503014

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 52. fundur - 11.03.2015

Íbúar við Auðbrekku fara þess á leit við Norðurþing að endurbætur verði gerðar á malarvegi frá Auðbrekku 4(Heilbrigðisstofnun) að Auðbrekku 18(Sunnuhvoli).
Nefndin getur ekki orðið við erindi um bundið slitlag að svo stöddu en felur Framkvæmda- og þjónustufulltrúa að kanna aðrar mögulegar úrbætur vegna svifryks, m.a. mögulega lokun götunnar eða uppsetningu hliðs til að draga úr umferð á svæði ofan íbúabyggðar. Verður málið tekið aftur fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

Hjálmar Bogi og Kjartan óska að bókað sé:
"Hvar er framkvæmda- og viðhaldsáætlun meirihlutans vegna ársins 2015 sem átti að birtast í september 2014?"

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 53. fundur - 18.03.2015

Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að kanna kostnað og kosti í lagfæringu á Auðbrekku frá húsi 4 að 18.