Fara í efni

Framkvæmdanefnd

7. fundur 17. ágúst 2016 kl. 16:00 - 18:05 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Trausti Aðalsteinsson varaformaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson aðalmaður
  • Arnar Guðmundsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Margrét Hólm Valsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

1.Gatnagerð við Tröllabakka

Málsnúmer 201608046Vakta málsnúmer

Nú er hafinn undirbúningur að gatnagerð vegna framkvæmda Landsnets á Tröllabakka.
Snæbjörn Sigurðarson (í síma) verkefnisstjóri skýrði frá hugmyndum að nýju vegstæði að Tröllabakka. Nefndin felur verkefnisstjóra í samráði við framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna áfram að lausn mála.
Gunnlaugur Aðalbjarnarson fjármálastjóri - staðgengill sveitarstjóra sat fundinn undir þessum lið.

2.Uppbygging Holtahverfis

Málsnúmer 201603116Vakta málsnúmer

Fyrir framkvæmdanefnd liggur bókun byggðarráðs um framkvæmdir við gatnagerð í Holtahverfi.
Snæbjörn Sigurðarson verkefnisstjóri (í síma) og Gunnlaugur Aðalbjarnarson kynntu stöðu mála við gatnagerð í Holtahverfi.
Framkvæmdanefnd samþykkir fyrirhugaða gatnagerð með fyrirvara um samþykki byggðarráðs og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna áfram að málinu.
Gunnlaugur Aðalbjarnarson fjármálastjóri - staðgengill sveitarstjóra sat fundinn undir þessum lið.

3.Framkvæmdir í suðurfjöru - kynning

Málsnúmer 201606071Vakta málsnúmer

Þórir Örn Gunnarsson mætti á fundinn undir þessum lið. Fram kom að fyrirliggjandi lýsing framkvæmda í suðurfjöru sem áður hafði verið kynnt og verðkönnun byggð á var ónákvæm. Framkvæmdanefnd samþykkir að falla frá framkvæmdum í þessari mynd og forma málið upp á nýtt. Nefndin samþykkir að bjóða framkvæmdirnar út að nýju með nýrri verklýsingu. Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að vinna málið áfram.

4.Skráningarkerfi fyrir rotþrær

Málsnúmer 201505036Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur uppfært tilboð í skráningarkerfi fyrir rotþrær.
Framkvæmdanefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að ganga frá samningum um kaup á ofangreindu skráningarkerfi fyrir rotþrær.

5.Varðandi ástand Reykjaheiðarvegs

Málsnúmer 201608001Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur bréf frá íbúa við Reykjaheiðarveg þar sem farið er fram á úrbætur á götunni.
Framkvæmdanefnd þakkar fyrir bréfið og þarfa ábendingu. Þegar hefur verið gripið til bráðabirgðaráðstafana og vegurinn heflaður.

6.Hundahald

Málsnúmer 201607009Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur svarbréf frá Guðmundi Karlssyni þar sem hann er ósáttur við að honum sé gert að fjarlægja hund sinn úr fjölbýli við Garðarsbraut. Búseti hefur gert athugasemdir við hundahald í fjölbýlinu þar sem reglur félagsins kveða á um að dýrahald sé ekki leyft í þeim fjölbýlum sem Búseti á íbúðir í.


Framkvæmdanefnd ítrekar bókun sína frá 14. júlí sl.

Ekki stendur til að breyta samþykkt um hunda- og kattahald í sveitarfélaginu.

Í 16. grein samþykktar þeirrar segir;

Ef sótt er um að halda hund í fjöleignahúsi, skal skriflegt samþykki allra íbúðareigenda í sama stigagangs fylgja umsókn. Sé um að ræða raðhús eða parhús skal samþykki aðliggjandi íbúða (íbúðar) fylgja umsókn. Í fjöleignahúsi þar sem sér inngangur fylgir íbúð, þarf samþykki allra íbúðaeigenda. Afla skal samþykkis nýrra íbúðaeigenda í íbúðum þar sem hundur er fyrir. Íbúðaeigendur geta skriflega afturkallað samþykki sitt. Við afturköllun samþykkis, eða synjun nýrra íbúðaeigenda skal hundaeigandi fá hæfilegan frest til þess að finna hundinum annan samastað.7.Sala eigna

Málsnúmer 201412024Vakta málsnúmer

Framkvæmdanefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að setja Vallholtsveg 10 með tilheyrandi lóð í söluferli og óskar eftir að upplýsingar um uppbyggingaráform liggi fyrir í sölutilboði.

8.Vegtenging: Þeistareykjavegur - Botnsvatn

Málsnúmer 201608063Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur tillaga frá Hjálmari Boga um að skoðuð verði vegtenging á milli Þeistareykjavegar og Botnsvatns.
Framkvæmdanefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að skoða mögulega uppbyggingu á slíkri vegtengingu.

9.Um íbúðir Norðurþings

Málsnúmer 201608047Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur til kynningar reglur og ferli við úthlutun íbúða Norðurþings, bæði almennra og félagslegra.
Lagt fram til kynningar. Framkvæmdanefnd þakkar greinargóða kynningu á úthlutunarreglum Norðurþings.

Fundi slitið - kl. 18:05.