Fara í efni

Hundahald

Málsnúmer 201607009

Vakta málsnúmer

Framkvæmdanefnd - 6. fundur - 14.07.2016

Erindi vegna hundahalds.
Ekki stendur til að breyta samþykkt um hunda- og kattahald í sveitarfélaginu.

Í 16. grein samþykktar þeirrar segir;

Ef sótt er um að halda hund í fjöleignahúsi, skal skriflegt samþykki allra íbúðareigenda í sama stigagangs fylgja umsókn. Sé um að ræða raðhús eða parhús skal samþykki aðliggjandi íbúða (íbúðar) fylgja umsókn. Í fjöleignahúsi þar sem sér inngangur fylgir íbúð, þarf samþykki allra íbúðaeigenda. Afla skal samþykkis nýrra íbúðaeigenda í íbúðum þar sem hundur er fyrir. Íbúðaeigendur geta skriflega afturkallað samþykki sitt. Við afturköllun samþykkis, eða synjun nýrra íbúðaeigenda skal hundaeigandi fá hæfilegan frest til þess að finna hundinum annan samastað.

Framkvæmdanefnd - 7. fundur - 17.08.2016

Fyrir fundinum liggur svarbréf frá Guðmundi Karlssyni þar sem hann er ósáttur við að honum sé gert að fjarlægja hund sinn úr fjölbýli við Garðarsbraut. Búseti hefur gert athugasemdir við hundahald í fjölbýlinu þar sem reglur félagsins kveða á um að dýrahald sé ekki leyft í þeim fjölbýlum sem Búseti á íbúðir í.


Framkvæmdanefnd ítrekar bókun sína frá 14. júlí sl.

Ekki stendur til að breyta samþykkt um hunda- og kattahald í sveitarfélaginu.

Í 16. grein samþykktar þeirrar segir;

Ef sótt er um að halda hund í fjöleignahúsi, skal skriflegt samþykki allra íbúðareigenda í sama stigagangs fylgja umsókn. Sé um að ræða raðhús eða parhús skal samþykki aðliggjandi íbúða (íbúðar) fylgja umsókn. Í fjöleignahúsi þar sem sér inngangur fylgir íbúð, þarf samþykki allra íbúðaeigenda. Afla skal samþykkis nýrra íbúðaeigenda í íbúðum þar sem hundur er fyrir. Íbúðaeigendur geta skriflega afturkallað samþykki sitt. Við afturköllun samþykkis, eða synjun nýrra íbúðaeigenda skal hundaeigandi fá hæfilegan frest til þess að finna hundinum annan samastað.