Bæjarráð Norðurþings

155. fundur 15. október 2015 kl. 16:00 - 20:40 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Friðrik Sigurðsson varaformaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
  • Gunnlaugur Aðalbjarnarson fjármálastjóri
  • Soffía Helgadóttir 3. varamaður
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Aðalbjarnarson Fjármálastjóri - Staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2016 og 2017-2019

201510070

Pétur Vopni Sigurðsson mætir á fundinn og fer yfir áætlanir framkvæmdar- og hafnanefndar og Dögg Káradóttir mætir og fer yfir áætlanir félagsmála- og barnaverndarnefndar
Fjármálastjóri kynnti drög að áætlun 2016 og þriggja ára áætlun 2017 til 2019. Bæjarráð vísar áætluninni til fyrri umræðu á bæjarstjórafundi.

2.Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson f.h. Þorgerðar K. Aðalsteinsdóttur óskar eftir niðurfellingu á fasteignagjöldum

201510027

Fyrir bæjarráði liggur bréf frá Aðalsteini Ásbergi Sigurðssyni, þar sem hann óskar, f.h. Þorgerðar K Aðalsteinsdóttur, eftir niðurfellingu á fasteignagjöldum vegna fasteignarinnar að Höfðabrekku 7
Bæjarstjóra falið að afla frekari upplýsingar varðandi málið og gera tillögu að úrlausn

3.Móttaka sveitarfélaga á flóttamönnum

201510033

Fyrir bæjarráði liggja bréf til kynningar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og velferðarráðuneytinu varðandi móttöku flóttamanna í sveitarfélaginu
Lagt fram til kynningar

4.Íbúðalánasjóður býður Norðurþingi fasteignir sínar í sveitarfélaginu til sölu

201510063

Fyrir bæjarráði liggur bréf frá íbúðalánasjóði þar sem óskað er eftir viðræðum við sveitarfélögin um nýtingu íbúða íbúðalánasjóðs í sveitarfélaginu
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við íbúðalánasjóð

5.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Eddu Björgu Sverrisdóttur

201510068

Fyrir bæjarráði liggur beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra vegna leyfisveitinga til handa Eddu Björgu Sverrisdóttur vegna heimagistingar í Laugarholti 7e
Bæjarráð veitir erindinu jákvæða umsögn

6.Sala eigna árið 2015

201412024

Fyrir bæjarráði liggja þrjú tilboð í fasteignina að Grundargarði 7 - íbúð 203
Bæjarráð samþykkir að taka hæsta tilboði upp á 8,1 milljón

7.Fundir sveitarstjórna með fjárlaganefnd Alþingis 2015

201509067

Fyrir bæjarráði liggur boð um að mæta á fund fjárlaganefndar vegna fjárlagagerðar 2016
Bæjarstjóra falið að staðfesta og nýta fundatímann

8.Stígamót, umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2016

201510071

Fyrir bæjarráði liggur bréf frá Stígamótum þar sem óskað er eftir samstarfi við Norðurþing um reksturinn
Bæjarráð telur sér ekki fært að samþykkja erindið

9.Eyþing fundargerðir

201406064

Fyrir bæjarráði liggja til kynningar samþykktir menningarráðs Eyþings og ályktanir aðalfundar Eyþings
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 20:40.