Byggðarráð Norðurþings

183. fundur 04. ágúst 2016 kl. 16:00 - 18:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Olga Gísladóttir varaformaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
  • Gunnlaugur Aðalbjarnarson fjármálastjóri
  • Sif Jóhannesdóttir 1. varamaður
  • Soffía Helgadóttir 3. varamaður
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Aðalbjarnarson Fjármálastjóri - staðgengill sveitarstjóra
Dagskrá
Sigurgeir Höskuldsson var gestur á fundinum undir lið 1 til 7

1.Aðalbraut 20F/Löndunarhús

201604087

Fyrir byggðarráði liggur tilboð í eignina Aðalbraut 20-22, löndunarhús Raufarhöfn
Byggðarráð samþykkir að taka tilboðinu

2.Sala eigna

201412024

Á 6. fundir framkvæmdanefndar frá 14. júlí var bókað: "Framkvæmdanefnd óskar eftir sameiginlegum fundi með Byggðarráði um húsnæðismál í sveitarfélaginu varðandi stefnu og næstu skref. Brýnt er að ræða viðhalds- og uppbyggingaráform er varðar stofnanir og fyrirtæki sveitarfélagsins sem og almennar íbúðir á markaði."
Byggðarráð samþykkir að boða til sameiginlegs fundar næstkomandi miðvikudag kl. 16:00

3.Uppbygging íbúahverfis á Húsavík

201606149

Á sama tíma og byggðarráð Norðurþings fagnar því að PCC Seaview Residences vilji byggja upp íbúðarhúsnæði á Húsavík, hugnast ráðinu þó alls ekki áform þeirra um að byggja upp hluta hverfisins úr notuðum vinnubúðareiningum.
Byggðarráð tekur jákvætt í að taka yfir áform PCC SVR um gatnagerð í hverfinu, að því gefnu að endanleg fjármögnunarleið liggi fyrir á næsta fundi ráðsins.

4.Framkvæmd nýrra laga um almennar íbúðir

201607186

Fyrir byggðarráði liggur bréf frá íðbúarlánasjóði um frakvæmd nýrra laga um almennar íbúðir
Bréfið er lagt fram

5.Bréf frá Framsýn stéttafélagi Þingeyinga til Alþýðusambands Íslands

201607194

Fyrir byggðarráði liggur bréfréf frá Framsýn stéttafélagi Þingeyinga til Alþýðusambands Íslands
Byggðarráð fagnar jákvæðum undirtektum Framsýnar stéttarfélags Þingeyinga um uppbyggingu húsnæðis í Norðurþingi og lýsir yfir vilja um samstarf.

6.Almennar íbúðir - Mögulegt samstarf sveitarstjórnar og Búseta á Norðurlandi

201607190

Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Búseta á Norðurlandi hsf þar sem áréttaður er vilji til að eiga alvarlegar viðræður við fulltrúa sveitarfélaga á NA-landi með það fyrir augum að byggja nokkurn fjölda íbúða fyrir lágtekjufólk undir lagaramma um svokallaðar "almennar íbúðir."
Byggðarráð fagnar jákvæðu viðhorfi til uppbyggingar húsnæðis á svæðinu og lýsir yfir vilja til viðræðna.

7.Leikvellir Norðurþingi 2016-

201607165

Á 6. fundi framkvæmdanefndar 14. júlí var bókað um Leikvelli Norðurþings: "Jafnframt leggur nefndin það til við sveitastjórn að málaflokkurinn verði eingöngu vistaður hjá æskulýðs- og menningarnefnd, bæði hvað varðar fjárhag, nýframkvæmdir og skipulag."
Málinu er frestað

8.Nýlegar ályktanir EES EFTA sveitarstjórnarvettvangsins

201607191

Fyrir byggðarráði liggja ályktanir sveitarstjórnarvettvangs EES EFTA frá þrettánda fundi þess sem haldinn var í Stykkishólmi 6.-7. júlí sl.
Lagt fram til kynningar

9.Tillaga að eigendastefnu fyrir þjóðlendur - forsætisráðuneytið

201607303

Fyrir byggðarráði liggja, frá forsætisráðuneyginu, drög dagsett 27. júlí 2016 að eigendastefnu fyrir þjóðlendur.
Lagt fram til kynningar og vísað til umræðna í skipulags- og umhverfisnefnd

10.Aðalfundur Seljalax hf

201607304

Aðalfndur Seljalax hf fór fram föstudaginn 29. júlí sl og mætti Olga Gísladóttir á fundinn f.h. Norðurþings.
Árreikningar voru lagðir fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 18:45.