Fara í efni

Ósk um stöðuleyfi fyrir söluhús á miðhafnarsvæði

Málsnúmer 201601054

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 66. fundur - 20.01.2016

Þórunn Ágústa Kristjánsdóttir og Ragnhildur Helga Ingólfsdóttir óska eftir stöðuleyfi fyrir 15 m² söluskúr ofan á þaki Hafnarstéttar 19 en til vara á sölutorgssvæði sunnan við Helguskúr. Um er að ræða bjálkahús með risþaki. Staðsetning yrði á NA-horni þaks hússins eins og afstöðmynd sýnir. Fyrir liggur samþykki leigjanda hússins.

Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur eftirfarandi bókun skipulags- og byggingarnefndar:

"Meirihluti skipulags- og byggingarnefndar leggur til við framkvæmda og hafnarnefnd að heimild verði veitt fyrir stöðuleyfi fyrir húsinu til loka október 2016, enda staðsetning þess innan byggingarreits skv. deiliskipulagi svæðisins. Röðull og Sif telja að hafna eigi erindinu og vísa umsækjendum á torgsölusvæði á hafnarstétt."
Meirihluti framkvæmda- og hafnanefndar samþykkir tillögu skipulags- og byggingarnefndar.
Trausti og Olga telja að hafna eigi erindinu og vísa umsækjendum á torgsölusvæði á hafnarstétt.