Fara í efni

Stækkun uppfyllingar í suðurfjöru við Húsavík

Málsnúmer 201511037

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 64. fundur - 11.11.2015

Hafnarstjóri kynnti hugmyndir um og nauðsyn sandfangara til suðurs frá Suðurgarði.
Framkvæmda- og hafnanefnd líst vel á hugmyndir um grjótgarð til suðurs (sandfangara) enda mun skapast aukið landrými í suðurfjöru. Hafnarstjóri mun eiga fund með Siglingasviði Vegagerðarinnar á næstu dögum og afla frekari gagna og leggja þau fyrir nefndina að nýju.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 65. fundur - 25.11.2015

Hafnastjóri kynnti hugmyndir að framkvæmdinni.
Nefndin tekur jákvætt í hugmyndir að uppfyllingunni og óskar eftir því að kostnaðaráætlun verksins verði lögð fyrir nefndina þegar hún liggur fyrir.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 66. fundur - 20.01.2016

Framkvæmda- og hafnanefnd ræddi möguleika á framkvæmdum við uppfyllingu í Suðurfjöru á Húsavík.
Framkvæmda- og hafnanefnd leggur til við bæjarstjórn að ráðist verði í framkvæmdina á grundvelli þeirra kostnaðaráætluna sem liggja fyrir. Verkið verði áfram unnið í nánu samráði við Siglingasvið Vegagerðarinnar.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 67. fundur - 11.02.2016

Lagt fyrir nefnd til kynningar. Fyrirliggjandi er stækkun suðurfyllingar með efni sem fellur til úr gangnagerð í höfðanum.
Lagt fram til kynningar.