Fara í efni

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings

64. fundur 11. nóvember 2015 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Olga Gísladóttir aðalmaður
  • Trausti Aðalsteinsson aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Kristján Þór Magnússon Hafnarstjóri
Dagskrá

1.Breyting á deiliskipulagi miðhafnarsvæðis

Málsnúmer 201411063Vakta málsnúmer

Til umræðu í nefndinni er fyrirhuguð breyting á deiliskipulagi miðhafnarsvæðis. Gaukur Hjartarson og Sif Jóhannesdóttir komu á fund framkvæmda- og hafnanefndar til að ræða og svara spurningum um þessar tillögur að breytingum.
Nefndin þakkar Gauki og Sif kærlega fyrir gagnlegar umræður og upplýsingar. Málið verður til afgreiðslu nefndarinnar á næsta fundi hennar.

2.Stjórnskipulag hafna Norðurþings

Málsnúmer 201510050Vakta málsnúmer

Stjórnskipulag hafna Norðurþings rætt í tengslum við ráðningu nýs rekstrarstjóra sem mætti á fundinn og kynnti sig fyrir nefndarfólki.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings býður Þóri Örn Gunnarsson velkominn til starfa og óskar honum velfarnaðar í starfi.

3.Kostnaðaráætlun og kostnaðardreifing vegna framkvæmda við Bökugarð

Málsnúmer 201511038Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri fór yfir helstu verk sem snúa að uppbyggingu hafnarinnar á næstu tveimur árum, tímasetningu þeirra og kostnað við þær.
Lagt fram til kynningar.

4.Hafnarreglugerð Norðurþings 2015

Málsnúmer 201511039Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að breytingar verði gerðar á samþykktum sveitarfélagsins. Mikilvægt er að framkvæmda- og hafnanefnd yfirfari Hafnarreglugerð hafna Norðurþings í ljósi þessa. Einnig vegna fyrirhugaðra aukinna umsvifa hafnarinnar á Húsavík er þarft að taka upp ákvæði sem snúa að hafnsögu, lóðs, o.fl.
Lagt fram til kynningar.

5.Stækkun uppfyllingar í suðurfjöru við Húsavík

Málsnúmer 201511037Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri kynnti hugmyndir um og nauðsyn sandfangara til suðurs frá Suðurgarði.
Framkvæmda- og hafnanefnd líst vel á hugmyndir um grjótgarð til suðurs (sandfangara) enda mun skapast aukið landrými í suðurfjöru. Hafnarstjóri mun eiga fund með Siglingasviði Vegagerðarinnar á næstu dögum og afla frekari gagna og leggja þau fyrir nefndina að nýju.

6.Hafnasamband Íslands, fundargerðir 2015

Málsnúmer 201502089Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

7.Losunarsvæði fyrir steypubrot, steypuafganga og möl

Málsnúmer 201511040Vakta málsnúmer

Verktaki við Bökugarð á Húsavík hefur tekið fyrir losun á steypuafgöngum, steypubroti og öðru viðlíka í uppfyllinguna við garðinn.
Framkvæmda- og hafnanefnd ítrekar að einstaklingum er skylt að losa allan úrgang í flokkunarstöð. Verktökum er bent á að hafa samband við framkvæmda- og þjónustudeild vegna losunar á umræddum úrgangi.

Fundi slitið - kl. 18:00.