Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings

67. fundur 11. febrúar 2016 kl. 17:00 - 19:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Olga Gísladóttir aðalmaður
  • Trausti Aðalsteinsson aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Þórir Örn Gunnarsson Rekstrarstjóri hafna
Dagskrá

1.Skipakomur farm- og skemmtiferðaskipa til Húsavíkur 2016

201602048

Lagt var fyrir nefndina minnisblað rekstrarstjóra hafna um skipakomur árið 2016. Fyrir liggur að taka þurfi tillit til framkvæmda á hafnarsvæðinu við komu skipa.
Lagt fram til kynningar.

2.Framkvæmdir við Bökugarð - staða mála

201602047

Framkvæmdir við Bökugarð ganga vel og eftir áætlun. Björgun ehf er um þessar mundir að vinna að dýpkun við Böku og Norðurgarð. LNS munu á næstu dögum hefja vinnu við sprengingu þilskurðar og í beinu framhaldi hefja þilrekstur.
Lagt fram til kynningar. Verkinu miðar vel og á áætlun.

3.Hafnarvogir - endurnýjunarþörf

201602046

Lagt fram til kynningar og samþykktar. Ástand núverandi hafnarvogar og endurnýjunarþörf. Fyrirhuguð kaup á nýrri vog til aflavigtunar.
Framkvæmda og hafnarnefnd telur brýnt að fjárfesta í pallavog fyrir Húsavíkurhöfn. Bílavog hafnarinnar hefur látið á sjá og mikilvægt er að bæta þjónustuna.
Áætlaður kostnaður við kaup og uppsetningu er 1,5 milljón og óskar nefndin eftir aukafjárveitingu frá bæjarráði.

4.Breytt fyrirkomulag á innheimtu raforkugjalda á höfnum Norðurþings

201602045

Tillaga lögð fyrir nefnd að breyttu fyrirkomulagi á innheimtu raforkugjalda og eftirliti með notkun.
Rekstrarstjóri hafna leggur til að;
- gjalddögum verði fjölgað úr einum í sex á ári.
- aflestrum og eftirliti með raforkunotkun aukið.

Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu.

5.Umsókn um lóð við Naustabryggju á Húsavík

201602044

Norðursigling hefur lagt inn erindi til nefndarinnar vegna aðstöðusköpunar fyrirtækisins á hafnarsvæðinu.
Framkvæmda og hafnanefnd frestar afgreiðslu málsins.

6.Deiliskipulag suðurhafnar

201511061

Skipulags og byggingarnefnd hefur lagt til við framkvæmda- og hafnanefnd að fyrirliggjandi tillaga að deiliskipulagi suðurhafnar verði sett í almenna kynningu skv. ákvæðum skipulagslaga. Þórir Örn kynnti skipulagstillöguna og skipulagsferlið.
Framkvæmda- hafnanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að deiliskipulagi suðurhafnar verði kynnt til samræmis við tillögu skipulags- og byggingarnefndar.

7.Stækkun uppfyllingar í suðurfjöru við Húsavík

201511037

Lagt fyrir nefnd til kynningar. Fyrirliggjandi er stækkun suðurfyllingar með efni sem fellur til úr gangnagerð í höfðanum.
Lagt fram til kynningar.

8.Hafnarreglugerð Norðurþings 2016

201511039

Lagt fyrir nefnd til afgreiðslu. Breyting á reglugerð fyrir hafnir Norðurþings.
Framkvæmda og hafnanefnd samþykkir reglugerðina og vísar henni til staðfestingar í sveitarstjórn.

Fundi slitið - kl. 19:00.