Sveitarstjórn Norðurþings

57. fundur 26. apríl 2016 kl. 16:15 - 20:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
 • Erna Björnsdóttir Forseti
 • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
 • Óli Halldórsson aðalmaður
 • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
 • Olga Gísladóttir aðalmaður
 • Soffía Helgadóttir aðalmaður
 • Sif Jóhannesdóttir aðalmaður
 • Kjartan Páll Þórarinsson aðalmaður
 • Örlygur Hnefill Örlygsson aðalmaður
 • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
 • Gunnlaugur Aðalbjarnarson fjármálastjóri
 • Margrét Hólm Valsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Margrét Hólm Valsdóttir Skrifstofustjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsuppgjör 2015

201604118

Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarandi bókun frá 174. fundi byggðarráðs Norðurþings.

"Byggðarráð samþykkir að vísa ársreikningi 2015 til fyrri umræðu í sveitarstjórn"
Kristján Þór sveitarstjóri fór yfir helstu niðurstöður ársreiknins Norðurþings 2015.
Til máls tóku: Óli,Gunnlaugur, Jónas, Kristján, Soffía og Erna. Samþykkt samhljóða að vísa ársreikningi til síðari umræðu í sveitarstjórn.

2.Frá Lífeyrissjóði starfsm.sv.fél.:Endurgreiðsluhlutfall launagreiðenda á greiddum lífeyri vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar

201603046

Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga leggur til að endurgreiðsluhlutur launagreiðenda á greiddum lífeyri vegna ársins 2016 verði óbreyttur eða 67% fyrir árið 2016.

Fyrir fundinum liggur tillaga frá byggðaráði um að sveitarstjórn samþykki ofangreinda tillögu.
Tillagan er samþykkt samhljóða.

3.Rekstur tjaldsvæða utan Húsavíkur - gjaldskrá

201603047

Á 1. fundi æskulýðs- og menningarnefndar þann 12.4. sl, var eftirfarandi bókað:
"Æskulýðs- og menningarnefnd óskar eftir heimild til gjaldtöku á tjaldsvæðum á Kópaskeri og á Raufarhöfn.

Gjaldskrá fyrir tjaldsvæðin er eftirfarandi:
Fullorðnir: 1.200 kr
Börn: Frítt fyrir 16 ára og yngri
Rafmagn: 700 kr

Vakin er athygli á því að gistináttaskattur er innifalinn í verði.

Nefndin vísar málinu til framkvæmdanefndar og sveitarstjórnar og leggur til að meðfylgjandi gjaldskrá verði samþykkt."

Á 3. fundi framkvæmdanefndar þann 13.4. sl. var eftirfarandi bókað:
"Framkvæmdanefnd staðfestir tillögu æskulýðs- og menningarnefndar að nýrri gjaldskrá fyrir afnot af tjaldsvæðum utan Húsavíkur."
Tillagan er samþykkt samhljóða.

4.Vinnuskóli Norðurþings 2016

201603108

Á 1. fundi æskulýðs- og menningarnefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað:
"Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir eftirfarandi:

Vinnuskólinn mun sinna verkefnum sem snúa að fegrun umhverfis ásamt öðrum skapandi störfum í samstarfi við menningarmiðstöðina FJÚK.

Árgangar fæddir árin 2001 og 2002 munu starfa í vinnuskóla Norðurþings árið 2016. Opnað verður fyrir umsóknir á vef Norðurþings í maí. Jafnframt er tómstundafulltrúa falið að kanna möguleika með inntöku ungmenna fædd árið 2003 í vinnuskólann.

Vinnutilhögun og laun:
Unglingar fæddir árið 2002 - 491kr á klst. Unnið í 4 vikur.
Unglingar fæddir árið 2001 - 610kr á klst. Unnið í 5 vikur.

Laun eru hækkuð um 6,95% frá fyrra ári.

Vinnuskólinn mun starfa frá mánudeginum 13.júní - 29.júlí."

Til máls tóku: Kjartan, Soffía, Olga og Erna.

Tillagan er samþykkt samhljóða.

5.Stofnsamningur Héraðsnefndar Þingeyinga bs.

201511103

Fyrir fundinum liggur stofnsamningur Héraðsnefndar Þingeyinga til samþykktar.
Til máls tók: Óli.

Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarandi tillaga um aðila Norðurþings í fulltrúaráð Héraðsnefndar Þingeyinga bs.
Olga Gísladóttir
Óli Halldórsson
Örlygur Hnefill Örlygsson
Sif Jóhannesdóttir
Soffía Helgadóttir
Kjartan Páll Þórarinsson

Til vara:
Erna Björnsdóttir
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir
Jóhanna Kristjánsdóttir
Trausti Aðalsteinsson
Gunnlaugur Stefánsson
Jónas Einarsson

Tillagan er samþykkt samhljóða.

6.Bókun vegna uppgjörs á rekstri Leigufélagsins Hvamms

201602025

Á 173. fundi byggðaráðs var eftirfarandi bókun samþykkt.
"Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að ábyrgjast 10 milljóna króna yfirdrátt í Íslandsbanka í samræmi við eignarhlut í félaginu."
Tillagan er samþykkt samhljóða.

7.Lögreglusamþykkt Norðurþings 2016-fyrri umræða

201603113

Fyrir fundinum liggur eftirfarandi bókun frá 170. fundi byggðarráðs.

"Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða lögreglusamþykkt."

Til máls tóku: Kristján og Óli.

Samþykkt samhljóða að vísa framlagðri lögreglusamþykkt til síðari umræðu sveitarstjórnar.

8.Deiliskipulag í Reitnum

201510034

Fyrir sveitarstjórn liggur bókun frá 2. fundi skipulags- og umhverfisnefndar.
Vegna lengdar bókunar og takmarkana í skjalakerfi sveitarfélagsins skal vísað til ofangreindrar fundarbókunar í fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar. Niðurlag hennar er þó eftirfarandi:
"Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem tilgreindar eru hér að ofan."

Til máls tók: Sif.

Tillagan er samþykkt samhljóða.

9.Deiliskipulag suðurhafnar

201511061

Fyrir fundinum liggur eftirfarandi bókun frá 2. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings.

"Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar fram komnar athugasemdir. Nefndin leggur til eftirfarandi breytingar á skipulagstillögunni:

1. Færðar verði inn á skipulagsuppdrátt skráðar fornminjar innan skipulagssvæðisins og þeirra getið í greinargerð.
2. Settir verði skilmálar í greinargerð skipulagsins um að ekki verði leyfðir strompar hærri en 15 m frá botnkóta húsa og síló verði ekki hærri en 10 m.
3. Settir verði skilmálar um að ekki verði heimilt að geyma lausamuni til lengri tíma sunnan byggingarreita lóðanna að Fiskifjöru 4 og 5 eða Búðarfjöru 1.
5. Skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir sjónarmið Vegagerðarinnar og leggur til að tekið verði frá 6 m breytt svæði milli lóða og brimvarnargarðs sunnan Búðarár sem nýtist sem gönguleið og akstursleið.
6. Eins og fyrirspurnir og lóðarumsóknir hafa sýnt er veruleg þörf fyrir þær lóðir sem gert er ráð fyrir norðan nýs farvegar Búðarár. Ekki er á þessu stigi búið að taka ákvörðun um tímasetningu uppfyllingar sunnan Búðarár. Við endurskoðun aðalskipulags kæmi til álita að skilgreina hluta fjörunnar sunnan Búðarár sem útivistarsvæði, en ákvörðun um breytingu þar að lútandi yrði tekin síðar.
7. Skipulagssvæðið er að hluta hafnarsvæði og að hluta athafnasvæði. Ekki er því gert ráð fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi á svæðinu.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við hafnarnefnd og sveitarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt með ofangreindum breytingum. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að auglýsa gildistöku skipulagsbreytingarinnar að fengnu samþykki Skipulagsstofnunar."

Einnig liggur fyrir fundinum eftirfarandi bókun 2. fundar hafnanefndar Norðurþings.
" Hafnanefnd gerir ekki athugasemd við deiliskipulag suðurhafnar og leggur til að sveitarstjórn samþykki deiliskipulagið."
Til máls tók: Sif.

Skipulagstillagan er samþykkt samhljóða.

10.Neyðarlínan sækir um að setja niður hús fyrir neyðar- og öryggisfjarskiptaaðstöðu upp á Höskuldsvatnshnjúk

201603104

Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarandi bókun frá 2. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings.

"Neyðarlínan sækir um leyfi til að setja niður þrjá 12 m háa timburstaura og lítið hús fyrir neyðar- og öryggisfjarskiptaaðstöðu upp á Höskuldsvatnshnjúk. Meðfylgjandi erindi er hnitsett mynd af 2.500 m² lóð og afstöðu fyrirhugaðra mannvirkja innan lóðarinnar
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að Neyðarlínunni verði veitt lóð undir mannvirkin skv. framlagðri mynd og heimilaðar framkvæmdir til samræmis við erindið."
Tillagan er samþykkt samhljóða.

11.Umsókn um sameiningu lóða að Smiðjuteig 7 a og b í Reykjahverfi. Einnig er sótt um stækkun á lóð um 40 m til suðurs

201604054

Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarandi bókun frá 2. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings:

"Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að lóðirnar verði sameinaðar og stækkaðar skv. fram komnu erindi."
Gunnlaugur vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessarar tillögu.

Tillagan er samþykkt samhljóða.

12.Faglausn fyrir hönd Naustsins ehf sækir um lóðarstækkun á lóð Ásgarðsvegur 1 Húsavík

201604076

Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarandi bókun frá 2. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings.

"Óskað er eftir lóðarstækkun um 160 m² að Ásgarðsvegi 1 skv. teikningu frá Faglausn.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að lóðin verði stækkuð til samræmis við framlagða mynd."
Tillagan er samþykkt samhljóða.

13.Trésmiðjan Rein sækir um tvær lóðir í suðurfjöru þ.e.við Fiskifjöru nr. 1 og 3

201602107

Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarandi bókun frá 2. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings:

"Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að Trésmiðjunni Rein verði úthlutað umbeðnum lóðum þegar þær verða tilbúnar til bygginga."
Gunnlaugur vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessarar tillögu.

Tillagan er samþykkt samhljóða.

14.Flóki sækir um lóð á Suðurhafnarsvæði

201604083

Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarandi bókun frá 2. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings:

"Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við hafnanefnd og sveitarstjórn að Flóka ehf verði boðin lóðin að Fiskifjöru 4 þegar hún verður tilbúin til uppbyggingar."

Ennfremur liggur fyrir sveitarstjórn eftirfarandi bókun frá 2. fundi hafnanefndar Norðurþings:

"Meðfylgjandi umsókn er greinargerð um byggingaráform og nýtingu lóðarinnar. Umsókn var tekin fyrir á fundi skipulags og umhverfisnefndar þann 12.04 þar sem skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við hafnanefnd og sveitarstjórn að Flóka ehf verði boðin lóðin að Fiskifjöru 4 þegar hún verður tilbúin til uppbyggingar.

Hafnanefnd leggur til við sveitarstjórn að Flóka ehf verði boðin lóðin að Fiskifjöru 4. "

Til máls tóku: Kjartan og Sif,

Kjartan óskar bókað:

"Í umsókn Flóka ehf. um lóð á suður hafnarsvæði Húsavíkur áskilur umsóknaraðili sér að reisa hús á lóðinni í áföngum. Lóðirnar sem um ræðir eru eftirsóttar og á áberandi stað í bænum. Því tel ég réttast að ekki sé leyft að byggja hús í áföngum á umræddri lóð."

Tillagan er samþykkt samhljóða.

15.Lóðaumsókn á suðurfyllingu

201603147

Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarandi bókun frá 2. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings:

"GPG Seafood óskar eftir lóðunum að Fiskifjöru 2 og Suðurgarði 8 til byggingar kæli- og frystigeymslu annarsvegar og hinsvegar geymsluhúsnæðis.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur við hafnanefnd og sveitarstjórn að GPG Seafood verði boðnar umbeðnar lóðir þegar þær verða tilbúnar til uppbyggingar."

Ennfremur liggur fyrir sveitarstjórn eftirarandi bókun 2. fundar hafnanefndar Norðurþings:

"Meðfylgjandi umsókn er greinargerð um byggingaráform og nýtingu lóðanna. Umsókn var tekin fyrir á fundi skipulags og umhverfisnefndar þann 21.04 þar sem skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við hafnanefnd og sveitarstjórn að GPG Seafood ehf verði boðnar lóðirnar að Fiskifjöru 2 og Suðurgarði 8, þegar þær verða tilbúnar til uppbyggingar.

Hafnarnefnd leggur til við sveitarstjórn að GPG Seafood ehf verði boðnar lóðirnar samkvæmt tillögu skipulags- og umhverfisnefndar."
Tillagan er samþykkt samhljóða.

16.Samþykktir um hverfisráð Norðurþings

201603112

Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarandi bókun frá 173. fundi byggðaráðs Norðurþings:

"Val í hverfisráð Norðurþings:
Auglýst verði á heimasíðu Norðurþings og í staðarmiðlum í sveitarfélaginu eftir framboðum og tilnefningum í hvert og eitt hverfisráða Norðurþings. Gjaldgengir fulltrúar í hverfisráð verði allir einstaklingar eldri en 18 ára sem hafa lögheimili í sveitarfélaginu. Sérstaklega verði leitað til íbúasamtaka, þar sem slík starfa innan Norðurþings, og þau hvött til að koma með tillögur og/eða hugmyndir. Tekið verði fram í auglýsingum að við val á fulltrúum í hverfisráðin verði horft til fjölbreytileika sem endurspegli samfélagið.
Sveitarstjóra er falið að koma framangreindu til framkvæmdar þannig að tilnefningar og framboð í hverfisráð geti legið fyrir þannig að sveitarstjórn geti tekið ákvörðun samkvæmt gildandi samþykktum á fyrsta fundi eftir sumarleyfi sveitarstjórnar."
Til máls tóku: Óli, Gunnlaugur, Sif, Kjartan, Soffía, Örlygur, Jónas og Olga.

Gunnlaugur leggur fram eftirfarandi tillögu:

"Í ljósi framlagðs ársreiknings fyrir árið 2015 og hækkunar launa og launatengdra gjalda legg ég til að ekki verði skipað í hverfisráð fyrr en að loknum næstu sveitarstjórnarkosningum."

Tillaga fundarins er samþykkt með eftirfarandi atkvæðum:

Erna Björnsdóttir
Óli Halldórsson
Sif Jóhannesdóttir
Olga Gísladóttir
Örlygur Hnefill Örlygsson.

Tillaga Gunnlaugs er felld með eftirfarandi atkvæðum:


Erna Björnsdóttir
Óli Halldórsson
Sif Jóhannesdóttir
Olga Gísladóttir
Örlygur Hnefill Örlygsson

17.Öldungaráð Norðurþings

201603035

Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarandi bókun 1. fundar félagsmálanefndar Norðurþings:

"Formaður leggur fram drög að bréfi um öldungarráð til samþykktar. Nefndin samþykkir framlagt erindi."
Tillagan er samþykkt samhljóða.

18.Skýrsla bæjarstjóra

201504047

Kynnt af sveitarstjóra.
Til máls tók: Kristján.

19.Byggðarráð Norðurþings - 170

1603010

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 170. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Til máls tók undir lið 1 "Staða og framtíð slökkviliðs Norðurþings": Óli.

Til máls tók undir lið 6 "Málefni Húsavíkurstofu 2016": Jónas, Kristján, Óli, Soffía og Örlygur.

Fundargerðin er lögð fram.

20.Byggðarráð Norðurþings - 171

1603011

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 171. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Til máls tók undir lið 7 "Tillaga til þingsályktunar - Samgönguáætlun 2015-2018": Óli

Óli leggur fram eftirfarandi bókun undir þessum lið:
"Sveitarstjórn Norðurþings harmar þá forgangsröðun sem fram kemur i framlögðum drögum að samgönguáætlun. Það eru undarleg skilaboð sem byggðir á Norðausturhorninu fá á sama tíma og ríkisvaldið rekur verkefni um brothættar byggðir á sama svæði. Við blasir að Dettifossvegur er forsenda uppbyggingar atvinnu á þessu viðkvæma svæði og mikilvægur i uppbyggingu innviða ferðaþjónustu á svæðinu. Sveitarstjórn leggur áherslu á að vegafé til ferðamennaleiða verði aukið þannig að hægt sé að klára Dettifossveg á tímabilinu."

Bókunin er samþykkt samhljóða.

Fundargerðin er lögð fram.

21.Félagsmálanefnd - 2

1604002

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 2. fundar félagsmálanefndar Norðurþings.
Til máls tók undir lið 1 "Beiðni um afhendingu á jafnréttisáætlun ásamt framkvæmdaáætlun": Örlygur.

Til máls tók undir lið 3 "Fjölþætt heilsuefling sveitarfélaga - leið að farsælli öldrun": Kristján og Erna.

Fundargerðin er lögð fram.

22.Æskulýðs- og menningarnefnd - 1

1604003

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 1. fundar æskulýðs- og menningarnefndar Norðurþings.
Til máls tók undir lið 6 "Ártal í Skálamel": Soffía og Kjartan.

Til máls tók undir lið 18 "Frá Íþróttafélaginu Völsungi varðandi skíðamannvirki á Húsavík": Óli, Kjartan, Gunnlaugur, Kristján og Erna.

Til máls tók undir lið 19 "Ungt fólk og lýðræði":Kjartan.

Fundargerðin lögð fram.


23.Byggðarráð Norðurþings - 172

1604004

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 172. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

24.Fræðslunefnd - 2

1604005

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 2. fundar fræðslunefndar Norðurþings.
Til máls tók undir lið 6 "Skólaþjónusta 2016-2017": Kristján.

Til máls tók undir liðum 2 og 3 "Fjölgun leikskólaplássa á Húsavík" og "Grænuvellir - niðurstaða starfsmannakönnunar": Óli og Olga.

Fundargerðin er lögð fram.

25.Skipulags- og umhverfisnefnd - 2

1604006

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 2. fundar skipulags - og umhverfisnefndar Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

26.Framkvæmdanefnd - 3

1604007

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 3. fundar framkvæmdarnefndar Norðurþings.
Til máls tók undir lið 1 "Færsla Búðarár": Soffía og Kristján.

Fundargerðin er lögð fram.

27.Hafnanefnd - 2

1604009

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 2. fundar hafnanefndar Norðurþings.
Til máls tók undir lið 12 "Kópaskershöfn - staða og framtíð": Kristján og Óli

Sveitarstjórn leggur fram eftirfarandi bókun:

"Sveitarstjórn telur byggðarlaginu lífsnauðsynlegt að höfn á Kópaskeri, sem nú er að fyllast af sandi, verði haldið opinni. Náttúrulegar aðstæður við Kópaskershöfn eiga sér ekki mörg fordæmi sökum stöðugs framburðar úr Jökulsá á Fjöllum. Sveitarstjórn bendir á að Kópasker fellur undir verkefni Byggðastofnunar "Brothættar byggðir". Í ljósi þessa telur sveitarstjórn nauðsynlegt að þegar í stað verði settir fjármunir úr ríkissjóði til úrbóta á hafnaraðstæðum á Kópaskeri."

Fundargerðin er lögð fram.

28.Byggðarráð Norðurþings - 173

1604010

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 173. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

29.Byggðarráð Norðurþings - 174

1604012

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 174. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

Fundi slitið - kl. 20:30.