Fara í efni

Fjárhagsuppgjör 2015

Málsnúmer 201604118

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 173. fundur - 19.04.2016

Fjármálastjóri fór yfir stöðu fjárhagsuppgjörs 2015

Byggðarráð Norðurþings - 174. fundur - 25.04.2016

Byggðarráð samþykkir að vísa ársreikningi 2015 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 57. fundur - 26.04.2016

Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarandi bókun frá 174. fundi byggðarráðs Norðurþings.

"Byggðarráð samþykkir að vísa ársreikningi 2015 til fyrri umræðu í sveitarstjórn"
Kristján Þór sveitarstjóri fór yfir helstu niðurstöður ársreiknins Norðurþings 2015.
Til máls tóku: Óli,Gunnlaugur, Jónas, Kristján, Soffía og Erna. Samþykkt samhljóða að vísa ársreikningi til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Byggðarráð Norðurþings - 176. fundur - 12.05.2016

Fyrir byggðarráði liggur endurskoðunarskýrsla 2015
Lagt fram til kynningar

Sveitarstjórn Norðurþings - 58. fundur - 17.05.2016

Fyrir sveitarstjórn liggur fjárhagsuppgjör sveitarfélagsins til síðari umræðu, auk endurskoðunarskýrslu.
Til máls tóku: Kristján, Jónas, Óli, Gunnlaugur, Sif, Soffía, Erna og Kjartan

Minnihluti sveitarstjórnar lagði fram eftirfarandi bókun:
Niðurstaða ársreikninga fyrir rekstrarárið 2015 hjá sveitarfélaginu veldur miklum vonbrigðum. Veltufé frá rekstri í A-hluta sveitarsjóðs er einungis um 18,5 milljónir en upphafleg áætlun hljóðar upp á að það yrði um 336 milljónir. Frávik upp á um 320 milljónir.
Gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun fyrir árið, að samstæða A og B hluta skilaði 536 milljónum í veltufé frá rekstri en niðurstaðan er 148 milljónir. Frávik upp á 390 milljónir. Niðurstaðan sýnir að áætlanagerð meirihluta V-lista og Sjálfstæðisflokks hefur brugðist algjörlega.
Það er ljóst að rekstur sveitarfélagsins býr ekki til það fé í rekstri sem þarf til að viðhalda sjálfbærni. Þessar niðurstöður valda miklum áhyggjum og kallar á markvissar aðgerðir og aðhald hjá sveitarstjórn Norðurþings, eins og minnihlutinn hefur marg oft bent á.
Jónas Einarsson, Gunnlaugur Stefánsson, Kjartan Páll Þórarinsson, Soffía Helgadóttir.

Meirihluti sveitarstjórnar lagði fram eftirfarandi bókun:
Ársreikningur Norðurþings sýnir glögglega krefjandi rekstrarumhverfi Norðurþings. Háar skuldir frá liðnum árum þarf að fóðra inn í framtíðina með takmörkuðum rekstrartekjum. Á árunum frá 2006-2013 var samanlagður taprekstur sveitarsjóðs rúmur milljarður króna. 8 ár af síðustu 10 hefur verið hallarekstur á sveitarsjóði (A-hluta), og samfelldur taprekstur frá árinu 2008. Ársreikningur 2015 sýnir áframhaldandi hallarekstur. Farið hefur verið í ýmsar hagræðingaraðgerðir á árinu 2015 en ljóst að þær skila sér ekki í uppgjöri ársins 2015. Skuldahlutfall Norðurþings lækkar þó frá árinu 2014 úr 160% í 153%. Frávik frá fjárhagsáætlun ársins er nokkurt en skýrist að verulegu leyti af eftirfarandi þáttum: 200 m.kr. voru tekjufærðar í rekstri í áætluninni sem gatnagerðargjöld en eru færðar til lækkunar á eignum í uppgjöri, kjarasamningsbundnar launahækkanir voru 140 m.kr. umfram áætlun. Þá voru 50 m.kr. af útsvartekjum ársins bakfærðar vegna leiðréttinga fjársýslu ríkisins.
Á árinu 2015 voru gerðar nokkrar stórar breytingar á fjárhagsuppgjöri sveitarfélagsins Norðurþings eftir athugasemdir endurskoðanda við þá tilhögun sem viðhöfð hefur verið undanfarin ár. Þetta felst aðallega í því að nú hefur Dvalarheimilið Hvammur verið tekið inn í samstæðuuppgjör Norðurþings og ennfremur ekki lengur millifærsla fjármuna frá Orkuveitu til aðalsjóðs. Hvort tveggja gefur gleggri mynd af fjárhagsstöðu og rekstri.
Ljóst er að rekstraraðstæður sveitarfélaga eru almennt erfiðar sem sést á hallarekstri margra sveitarfélaga á landinu um þessar mundir, þ.á.m. fjölmennari sveitarfélaga á þeim svæðum landsins sem hafa verið í vexti. Í Norðurþingi eru hins vegar miklir möguleikar til framtíðar. Batnandi rekstrarhorfur víða í samstæðunni vegna aukinna umsvifa í samfélagi og atvinnulífi. Nú þegar hafa komið fram vísbendingar um auknar tekjur og jákvæðari íbúaþróun.
Sif Jóhannesdóttir, Erna Björnsdóttir, Olga Gísladóttir, Örlygur Hnefill Örlygsson, Óli Halldórsson.

Ársreikningur er samþykktur með atkvæðum Ernu, Óla, Sifjar, Örlygs og Olgu.
Hjá sitja Gunnlaugur, Kjartan, Jónas og Soffía