Byggðarráð Norðurþings

174. fundur 25. apríl 2016 kl. 16:00 - 18:10 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Olga Gísladóttir varaformaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Gunnlaugur Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
  • Gunnlaugur Aðalbjarnarson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Aðalbjarnarson Fjármálastjóri - staðgengill sveitarstjóra
Dagskrá

1.Fjárhagsuppgjör 2015

201604118

Byggðarráð samþykkir að vísa ársreikningi 2015 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

2.Hvalamiðstöðin Húsavík - Ársreikningur 2015

201604108

Fyrir byggðarráði liggur ársreikningur Hvalamiðstöðvarinnar á Húsavík
Lagt fram til kynningar

3.Viljayfirlýsing um tilraun að nýju fyrirkomulagi utankjörfundaratkvæðagreiðslu og aðgengi að henni.

201604124

Fyrir byggðarráði liggur viljayfirlýsing um utankjörfundaratkvæðagreiðslu milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og Sýslumannafélags Íslands vegna forsetakosninga 2016
Byggðarráð lýsir áhuga á að taka þátt í verkefninu sem hér um ræðir með það að markmiði að bæta þjónustu við íbúa í dreifðari byggðum Norðurþings.

4.Aðalfundur Orkuveitu Húsavíkur ohf 2016

201604022

Aðalfundur Orkuveitu Húsavíkur ohf verður þriðjudaginn 26. apríl kl. 15:00 í stjórnsýsluhúsinu á Húsavík.
Byggðarráð samþykkir að Erna Björnsdóttir fari með atkvæði Norðurþings á aðalfundinum.

5.Umhverfis- og samgöngunefnd: Til umsagnar 638. mál, tillaga til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun 2015-2018.

201604143

Fyrir byggðarráði liggur til umsagnar, frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, tillaga til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun 2015-2018, 638. mál.
Lagt fram til kynningar

6.Allsherjar- og menntamálanefnd: Til umsagnar 728. mál, frumvarp til laga um útlendinga.

201604145

Fyrir byggðarráði liggur til umsagnar, frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, frumvarp til laga um útlendinga, 728. mál
Lagt fram til kynningar

7.Allsherjar- og menntamálanefnd: Til umsagnar 449. mál, tillaga til þingsályktunar um stofnun embættis umboðsmanns flóttamanna.

201604146

Fyrir byggðarráði liggur til umsagnar, frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, tillaga til þingsályktunar um stofnun embættis umboðsmanns flóttamanna, 449. mál.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 18:10.