Fara í efni

Fræðslunefnd - 15

Málsnúmer 1706003

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 70. fundur - 20.06.2017

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 15. fundar fræðslunefndar Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 2 "Grunnskóli Raufarhafnar - Ársskýrsla 2016-2017": Olga og Soffía.

Til máls tóku undir lið 9 "Skólaakstur - Útboð 2017": Óli, Olga, Soffía, Sif og Hjálmar.

Óli lagði fram eftirfarandi bókun:

"Fyrir liggur að útboð á skólaakstri grunnskólabarna hefur nýverið farið fram í Norðurþingi. Það var með sama hætti og verið hefur, m.a. hvað það varðar að akstur leikskólabarna í leikskóla er ekki hluti af útboðinu. Hins vegar hafa ekki verið gerðar athugasemdir við það þó leikskólabörn hafi nýtt auð sæti í skólabílum hafi samningar þar um náðst milli bílstjóra og foreldra og sýnt að ábyrgð verði ekki á höndum sveitarfélagsins."

Óli Halldórsson
Sif Jóhannesdóttir

Til máls tóku undir lið 3 "Samstarf Grunnskóla Raufarhafnar og Rannsóknarstöðvarinnar Rifs": Olga og Kristján.

Fundargerðin er lögð fram.