Fara í efni

Sveitarstjórn Norðurþings

70. fundur 20. júní 2017 kl. 16:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Olga Gísladóttir aðalmaður
  • Örlygur Hnefill Örlygsson aðalmaður
  • Soffía Helgadóttir aðalmaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson aðalmaður
  • Óli Halldórsson aðalmaður
  • Sif Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
  • Margrét Hólm Valsdóttir Ritari
  • Erna Björnsdóttir Forseti
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
Fundargerð ritaði: Margrét Hólm Valsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

1.Norðurþing, kosning í nefndir til eins árs, fjögurra ára og tilnefningar á aðalfundi 2014-2018

Málsnúmer 201406045Vakta málsnúmer

Fyrir sveitastjórn liggur til afgreiðslu tillaga um kosningu og skipan í eftirfarandi nefndir og ráð.

1. Kosning forseta sveitastjórnar
2. Kosning 1. varaforseta sveitarstjórnar
3. Kosning 2. varaforseta sveitarstjórnar
4. Skipan fulltrúa í byggðarráð til 1. árs
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Erna Björnsdóttir verði forseti sveitarstjórnar. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Soffía Helgadóttir verði fyrsti varaforseti sveitarstjórnar. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Sif Jóhannesdóttir verði annar varaforseti sveitarstjórnar. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar skipi byggðarráð til júní 2018. Óli Halldórsson aðalmaður og formaður og til vara verði Sif Jóhannesdóttir. Jónas Einarsson aðalmaður í byggðarráði og til vara verði Kjartan Páll Þórarinsson. Olga Gísladóttir varaformaður byggðarráðs og til vara verði Örlygur Hnefill Örlygsson. Soffía Helgadóttir áheyrnarfulltrúi í byggðarráði og til vara verði Hjálmar Bogi Hafliðason. Samþykkt samhljóða.

2.Lögreglusamþykkt Norðurþings

Málsnúmer 201603113Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur lögreglusamþykkt Norðurþings til síðari umræðu.
Til máls tóku: Sif, Hjálmar, Kristján, Kjartan, Óli og Erna.

Sif lagði fram fram breytingartillögu við 9. grein samþykktarinnar og lagði til að síðasta setning 9. greinar yrði felld út.

Lögreglusamþykktin er samþykkt samhljóða.

3.Ákvörðun um sölu hlutafjár í Leigufélaginu Hvammi - hluthafasamkomulag

Málsnúmer 201705151Vakta málsnúmer

Á 214. fundi byggðarráðs þann 26.5.2017 var eftirfarandi bókað:

"Meirihluti byggðarráðs samþykkir fyrirliggjandi hluthafasamkomulag og vísar samkomulaginu til staðfestingar í sveitarstjórn."
Til máls tóku: Kristján, Hjálmar, Óli, Soffía, Jónas, Erna og Kjartan.

Eftirfarandi bókun var lögð fram af Hjálmari og Soffíu.
"Það sem ræður verði á íbúðarhúsnæði er framboð og eftirspurn. Árið 2015 ákvað stjórn Leigufélags Hvamms ehf. að færa niður eignarverð í fasteigninni að Útgarði 4 um 94,6 milljónir króna eins sést ársreikningi 2014. Röksemdarfærsla og útreikningar að baki þeim gjörningi liggur enn ekki fyrir. Ekki var gert áhættumat né greining á því hvaða áhrif gjörningurinn hefði á fasteignaverð á svæðinu né möguleika byggingargeirans að fjármagna framkvæmdir. Í dag eru eignirnar metnar mjög lágt miðað við þróun fasteignamarkaðarins enda hefur hann breyst talsvert frá því að umræddur fjármálagjörningur átti sér stað. Varað var við þessu þar sem það lá fyrir að iðnaðaruppbygging í Þingeyjarsýslu myndi hafa veruleg áhrif á fasteignaverð og alls ekki tímabært að fara í þessar niðurfærslu á eigninni. Vinnubrögðin í þessu máli eru meirihluta svetiarstjórnar Norðurþings til vansa. Liggur fyrir einhver stefna varðandi íbúðarmál eldri íbúa á svæðinu þar sem Útgarður var byggður upp sem heimili fyrir eldri samfélagsþegna? Við leggjumst gegn fyrirhugaðri sölu á Leigufélagi Hvamms ehf. Endurskoða ber þessa ákvörðun en við skorum jafnframt á meirihlutann að vanda vinnubrögð við þetta mál, sé það ætlunin að selja félagið. Nær væri að vinna að undirbúningi að áfanga 2 og 3 við Útgarð, m.a. til að leysa húsnæðisvandann á svæðinu."

Soffía Helgadóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason

Erna lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd meirihluta sveitarstjórnar Norðurþings:
"Markmið stjórnar Leigufélags Hvamms með því að auglýsa hlutafé félagsins til sölu eru til samræmis við sýn meirihluta sveitarstjórnar Norðurþings um að selja íbúðafasteignir og lækka þannig skuldbindingar sveitarfélagsins í eignum sem ekki eru nauðsynlegar einingar í efnahag sveitarfélagsins. Á sama tíma er þá hægt að ýta undir að byggt verði íbúðahúsnæði, sérstaklega fyrir eldri aldurshópa, við Útgarð þar sem deiliskipulag gerir einmitt ráð fyrir slíkri uppbyggingu. Forsendur sölu á hlutafé félagsins eru þó háðar því að núverandi íbúum verði með sem bestum hætti tryggður möguleikinn á að búa áfram í íbúðum með a) forkaupsréttarákvæði á íbúðunum í Útgarði 4 b) óuppsegjanlegan leigusamningi á föstum kjörum til 12 mánaða frá mögulegri sölu c) íbúum Útgarðs verði boðinn forgangur að íbúðum í búseturéttarkerfi DA."

Erna Björnsdóttir
Óli Halldórsson
Olga Gísladóttir
Sif Jóhannesdóttir
Örlygur Hnefill Örlygsson

Samkomulagið er samþykkt með atkvæðum Ernu, Óla, Olgu, Sifjar, Örlygs og Jónasar. Á móti eru Kjartan, Soffía og Hjálmar.
 

4.Umboð til byggðarráðs 2017

Málsnúmer 201706088Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur tillaga um að veita byggðarráði umboð til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarorlofi sveitarstjórnar. Umboðið gildir til 20. ágúst nk. frá lokum þessa sveitarstjórnarfundar.
Tillagan er samþykkt samhljóða.

5.Veiðileyfi göngusilungs í sjó fyrir landi Húsavíkur 2017

Málsnúmer 201706086Vakta málsnúmer

Á 18. fundi framkvæmdanefndar Norðurþings þann 15.6.2017 var eftirfarandi bókað:

"Framkvæmdanefnd samþykkir að veiðigjald fyrir silungsveiði fyrir landi Húsavíkur verði kr. 20.000. Endurgreiðsla að upphæð kr. 10.000 gegn skilum á veiðiskýslu í lok veiðitímabils.
Framkvæmdanefnd vísar málinu til samþykktar hjá sveitarstjórn."
Tillagan er samþykkt samhljóða.

6.Umsókn um tvær fjölbýlishúsalóðir í Holtahverfi

Málsnúmer 201705156Vakta málsnúmer

Á 17. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings þann 13.6.2017 var eftirfarandi bókað:

"Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að Þróunarfélagi Íslands verði úthlutað lóðunum tveimur."
Til máls tóku: Kristján og Kjartan,

Sveitarstjóri lagði fram eftirfarandi tillögu:

"PCC Seaview Residences ehf. hefur verið veitt vilyrði fyrir forgangi að öllum fimm fjölbýlishúsalóðunumm við Hraunholt samkvæmt samkomulagi frá 17. febrúar 2017, með fyrirvörum sbr. grein 2.2 í samkomulaginu. Að því gefnu að PCC Seaview Residences ehf. geri ekki athugasemd við að þessum lóðum sé úthlutað til Þróunarfélags Íslands ehf., staðfestir sveitarstjórn úthlutunina."

Tillagan er samþykkt samhljóða.

7.Umsókn um lóð að Héðinsbraut 13 fyrir gistihús

Málsnúmer 201706028Vakta málsnúmer

Á 17. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings þann 13.6.2017 var eftirfarandi bókað:

"Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsækjanda verði úthlutað lóðinni."
Tillagan er samþykkt samhljóða.

8.Þórður Jakob Adamsson sækir um stækkun lóðarinnar að Túngötu 16

Málsnúmer 201706052Vakta málsnúmer

Á 17. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings þann 13.6.2017 var eftirfarandi bókað:

"Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að eigendum Túngötu 16 verði veitt umbeðin lóðarstækkun."
Tillagan er samþykkt samhljóða.

9.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 201605083Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fer yfir verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi.
Til máls tóku: Kristján og Örlygur.

10.Byggðarráð Norðurþings - 217

Málsnúmer 1706006Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 217. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 2 "Atvinnumál - staða ýmissa verkefna": Hjálmar, Óli og Sif.
Til máls tóku undir lið 1 "Drög að reglugerð um rekstur héraðsskjalasafna til umsagnar": Kristján, Hjálmar og Sif.
Til máls tóku undir lið 4 "Hverfisráð - austursvæði Norðurþings": Hjálmar og Óli.

Fundargerðin er lögð fram.

11.Framkvæmdanefnd - 18

Málsnúmer 1706005Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 18. fundar framkvæmdanefndar Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 1 "Almennt um sorpmál 2017" og lið 4 "Þjónustumiðstöð á Húsavík - staða": Hjálmar, Jónas, Soffía, Óli og Sif.

Hjálmar lagði fram eftirfarandi tillögu:


"Fulltrúar Framsóknarflokks og Samfylkingar leggja til að tekið verði til skoðunar að sveitarfélagið taki sorpmálin yfir sjálft, s.s. sorphirðu. Næstu áramót renna út samningar um sorphirðu á austursvæðinu og vorið 2018 á Húsavík og Reykjahverfi. Samhliða þessu verði starfsemi Þjónustustöðvanna endurskoðuð. Í þessu felast tækifæri að byggja upp öfluga Þjónustu- og flokkunarstöð í húsnæði sveitarfélagsins í Víðimóum."

Hjálmar Bogi Hafliðason
Soffía Helgadóttir
Kjartan Páll Þórarinsson
Jónas Einarsson

Tillagan er samþykkt með atkvæðum Hjálmars, Soffíu, Kjartans, Jónasar, Örlygs, Olgu og Óla. Erna og Sif greiða ekki atkvæði.

Til máls tóku undir lið 11 "Breyttur umferðarþungi á stofnbrautum Húsavíkur": Kjartan, Soffía, Erna og Kristján.

Erna lagði fram eftirfarandi tillögu.

"Sveitarstjórn felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að koma á umferðarfræðslu fyrir unga vegfarendur."

Tillagan er samþykkt samhljóða.

12.Fræðslunefnd - 15

Málsnúmer 1706003Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 15. fundar fræðslunefndar Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 2 "Grunnskóli Raufarhafnar - Ársskýrsla 2016-2017": Olga og Soffía.

Til máls tóku undir lið 9 "Skólaakstur - Útboð 2017": Óli, Olga, Soffía, Sif og Hjálmar.

Óli lagði fram eftirfarandi bókun:

"Fyrir liggur að útboð á skólaakstri grunnskólabarna hefur nýverið farið fram í Norðurþingi. Það var með sama hætti og verið hefur, m.a. hvað það varðar að akstur leikskólabarna í leikskóla er ekki hluti af útboðinu. Hins vegar hafa ekki verið gerðar athugasemdir við það þó leikskólabörn hafi nýtt auð sæti í skólabílum hafi samningar þar um náðst milli bílstjóra og foreldra og sýnt að ábyrgð verði ekki á höndum sveitarfélagsins."

Óli Halldórsson
Sif Jóhannesdóttir

Til máls tóku undir lið 3 "Samstarf Grunnskóla Raufarhafnar og Rannsóknarstöðvarinnar Rifs": Olga og Kristján.

Fundargerðin er lögð fram.

13.Hafnanefnd - 15

Málsnúmer 1705007Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 15. fundar hafnanefndar Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

14.Skipulags- og umhverfisnefnd - 17

Málsnúmer 1706002Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 17. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

15.Æskulýðs- og menningarnefnd - 11

Málsnúmer 1706004Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 11. fundar æskulýðs-og menningarnefndar Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 6 "Kynning á högum og líðan ungs fólks í Norðurþingi": Hjálmar, Soffía, Erna, Óli og Olga.

Fundargerðin er lögð fram.

16.Byggðarráð Norðurþings - 216

Málsnúmer 1706001Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 216. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Til máls tók undir lið 1 "Fasteignagjöld í Norðurþingi": Óli.

Fundargerðin er lögð fram.

17.Byggðarráð Norðurþings - 215

Málsnúmer 1705010Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 215. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Fundrgerðin er lögð fram.

18.Félagsmálanefnd - 13

Málsnúmer 1705009Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 13. félagsmálanefndar Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

19.Byggðarráð Norðurþings - 214

Málsnúmer 1705008Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 214. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

Fundi slitið.