Fara í efni

Umsókn um tvær fjölbýlishúsalóðir í Holtahverfi

Málsnúmer 201705156

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 17. fundur - 13.06.2017

Þróunarfélag Íslands ehf óskar eftir úthlutun lóðanna að Hraunholti 19-21 og 23-25 til uppbyggingar lítilla fjölbýlishúsa.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að Þróunarfélagi Íslands verði úthlutað lóðunum tveimur.

Sveitarstjórn Norðurþings - 70. fundur - 20.06.2017

Á 17. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings þann 13.6.2017 var eftirfarandi bókað:

"Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að Þróunarfélagi Íslands verði úthlutað lóðunum tveimur."
Til máls tóku: Kristján og Kjartan,

Sveitarstjóri lagði fram eftirfarandi tillögu:

"PCC Seaview Residences ehf. hefur verið veitt vilyrði fyrir forgangi að öllum fimm fjölbýlishúsalóðunumm við Hraunholt samkvæmt samkomulagi frá 17. febrúar 2017, með fyrirvörum sbr. grein 2.2 í samkomulaginu. Að því gefnu að PCC Seaview Residences ehf. geri ekki athugasemd við að þessum lóðum sé úthlutað til Þróunarfélags Íslands ehf., staðfestir sveitarstjórn úthlutunina."

Tillagan er samþykkt samhljóða.