Skipulags- og umhverfisnefnd

17. fundur 13. júní 2017 kl. 14:00 - 15:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sif Jóhannesdóttir formaður
  • Röðull Reyr Kárason aðalmaður
  • Örlygur Hnefill Örlygsson varaformaður
  • Soffía Helgadóttir aðalmaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfull
Fundargerð ritaði: Gaukur Hjartarson Skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá

1.Tilkynning um skógrækt á jörðinni Reykjarhóli í Norðurþingi 2017

201706006

Með bréfi dags. 30. maí 2017 tilkynnir Skógræktin sveitarstjórn Norðurþings um samning um ræktun nytjaskógar á jörðinni Reykjarhóli í Reykjahverfi og óskar afstöðu sveitarstjórnar um hvort framkvæmdaleyfis sé krafist til samræmis við reglugerð nr. 772/2012. Fyrirhugað skógræktarsvæði er 29 ha að flatarmáli eins og nánar er sýnt á afstöðumynd. Um hluta þess lands var í gildi skógræktarsamningur frá árinu 2015.
Umrætt land er landbúnaðarland skv. gildandi aðalskipulagi. Svæðið nýtur ekki sérstakrar verndar skv. náttúruverndarlögum. Ekki eru skráðar fornminjar á svæðinu. Ekki er um að ræða sérstakar jarðmyndanir innan svæðisins né vistkerfi sem njóta verndar skv. náttúruverndarlögum. Við hönnun skógarins verður tekið mið af ákvæðum aðalskipulags Norðurþings um að skógur skuli falla vel að landi.

Skipulags- og umhverfisnefnd Norðurþings telur að fyrirhuguð skógrækt sé í samræmi við ákvæði kafla 21.3 í Aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030. Nefndin telur ekki tilefni til að krefjast framkvæmdaleyfis fyrir fyrirhugaðri skógrækt.

2.Endurskoðun verndaráætlunar, Mývatn og Laxá

201705150

Umhverfisstofnun tilkynnti með bréfi dags. 16. maí s.l. að vinna sé hafin við endurskoðun verndaráætlunar fyrir verndarsvæði Mývatns og Laxár. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér vinnu við gerð áætlunarinnar og koma athugasemdum og ábendingum á framfæri.
Lagt fram.

3.Umsókn um tvær fjölbýlishúsalóðir í Holtahverfi

201705156

Þróunarfélag Íslands ehf óskar eftir úthlutun lóðanna að Hraunholti 19-21 og 23-25 til uppbyggingar lítilla fjölbýlishúsa.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að Þróunarfélagi Íslands verði úthlutað lóðunum tveimur.

4.Umsókn um lóð að Héðinsbraut 13 fyrir gistihús

201706028

Óskað er eftir lóðinni að Héðinsbraut 13 til uppbyggingar gistihúss skv. nýsamþykktum skilmálum í deiliskipulagi.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsækjanda verði úthlutað lóðinni.

5.Elvar Daði Gjuðjónsson sækir um rekstarleyfi f.h. Fjalladrottninga, að Grímstungu 1, Mývatn.

201706029

Óskað er eftir rekstrarleyfi til sölu gistingar í Grímstungu. Eldvarnareftirlit Norðurþings hefur skoðað aðstæður og gefið umsögn.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að taka út aðstöðuna og veita sýslumanni umsögn að því loknu.

6.Fensalir efh. sækir um rekstarleyfi v/Árból gistiheimili

201706030

Óskað er umsagnar um endurnýjun rekstrarleyfis fyrir Árból.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita jákvæða umsögn um erindið.

7.Snædís Gunnlaugsdóttir óskar eftir rekstarleyfi fyrir Gestahús cottage.is, Kaldbak

201706031

Óskað er eftir umsögn um endurnýjun rekstrarleyfis að Kaldbakskotum.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita jákvæða umsögn um erindið.

8.Elvar Daði Guðjónsson sækir um rekstrarleyfi fyrir gistingu að Hólsseli

201706049

Óskað er umsagnar um veitingu rekstrarleyfis í Hólsseli.
Við eftirgrennslan hefur komið í ljós að ekki eru heimildir fyrir þeirri uppbyggingu sem á sér stað vegna ferðaþjónustu í Hólsseli. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að afla frekari gagna þar að lútandi fyrir næsta fund nefndarinnar.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggst gegn veitingu rekstrarleyfis í Hólsseli á þessu stigi.

9.Þórður Jakob Adamsson sækir um stækkun lóðarinnar að Túngötu 16.

201706052

Þórður Jakob Adamsson, f.h. eigenda Túngötu 16, óskar eftir stækkun lóðarinnar að Túngötu 16 til samræmis við fyrirliggjandi tillögu að nýju lóðarblaði.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að eigendum Túngötu 16 verði veitt umbeðin lóðarstækkun.

10.Umsókn um byggingarleyfi f.h. Gentle Giants-Hvalaferða ehf., vegna Hafnarstéttar 11/Flókahús.

201706065

Óskað er byggingarleyfis fyrir breytingum á Flókahúsi að Hafnarstétt 13 á Húsavík. Fyrir liggja teikningar unnar af Almari Eggertssyni hjá Faglausn.
Skipulags- og umhverfisnefnd Norðurþings telur að byggingin sé í samræmi við skipulagsskilmála deiliskipulags. Nefndin heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi fyrir framkvæmdunum þegar fyrir liggja jákvæðar umsagnir eldvarnareftirlits, vinnueftirlits og heilbrigðiseftirlits.

11.Jóhannes Páll Héðinsson sækir um að setja niður tvo gáma á sumarhúsalóð sinni í landi Fjalla 2, lóð 5.

201706067

Óskað er eftir leyfi til að setja niður tvo geymslugáma á frístundahúsalóð nr. 5 í landi Fjalla 2 í Kelduhverfi. Gámarnir verða klæddir timburklæðningu og sett á þá risþak. Meðfylgjandi er afstöðumynd og undirskrifað samþykki nágranna.
Skipulags- og umhverfisnefnd heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að veita leyfi fyrir húsunum þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

12.Benedikt H. Björgvinsson sækir um rekstrarleyfi fyrir Kópasker Hostel/Farfuglaheimilið.

201706068

Óskað er umsagnar um endurnýjun rekstrarleyfis fyrir Farfuglaheimilið að Akurgerði 7 á Kópaskeri.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita jákvæða umsögn um erindið.

Fundi slitið - kl. 15:30.