Fara í efni

Tilkynning um skógrækt á jörðinni Reykjarhóli í Norðurþingi 2017

Málsnúmer 201706006

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 17. fundur - 13.06.2017

Með bréfi dags. 30. maí 2017 tilkynnir Skógræktin sveitarstjórn Norðurþings um samning um ræktun nytjaskógar á jörðinni Reykjarhóli í Reykjahverfi og óskar afstöðu sveitarstjórnar um hvort framkvæmdaleyfis sé krafist til samræmis við reglugerð nr. 772/2012. Fyrirhugað skógræktarsvæði er 29 ha að flatarmáli eins og nánar er sýnt á afstöðumynd. Um hluta þess lands var í gildi skógræktarsamningur frá árinu 2015.
Umrætt land er landbúnaðarland skv. gildandi aðalskipulagi. Svæðið nýtur ekki sérstakrar verndar skv. náttúruverndarlögum. Ekki eru skráðar fornminjar á svæðinu. Ekki er um að ræða sérstakar jarðmyndanir innan svæðisins né vistkerfi sem njóta verndar skv. náttúruverndarlögum. Við hönnun skógarins verður tekið mið af ákvæðum aðalskipulags Norðurþings um að skógur skuli falla vel að landi.

Skipulags- og umhverfisnefnd Norðurþings telur að fyrirhuguð skógrækt sé í samræmi við ákvæði kafla 21.3 í Aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030. Nefndin telur ekki tilefni til að krefjast framkvæmdaleyfis fyrir fyrirhugaðri skógrækt.