Fara í efni

Ákvörðun um sölu hlutafjár í Leigufélaginu Hvammi - hluthafasamkomulag

Málsnúmer 201705151

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 214. fundur - 26.05.2017

Fyrir byggðarráði liggur hluthafasamkomulag í Leigufélaginu Hvammi ehf. frá 23. maí sl. og viðauki við húsaleigusamning um forkaupsrétt leigutaka að Útgarði 4, Húsavík.
Meirihluti byggðarráðs samþykkir fyrirliggjandi hluthafasamkomulag og vísar samkomulaginu til staðfestingar í sveitarstjórn.

Soffía Helgadóttir leggur fram eftirfarandi bókun á móti samþykkt meirihluta byggðarráðs:

"Það sem ræður verði á íbúðarhúsnæði er framboð og eftirspurn. Árið 2015 ákvað stjórn Leigufélags Hvamms ehf. að færa niður eignarverð í fasteigninni að Útgarði 4 um 94,6 milljónir króna eins sést ársreikningi 2014. Röksemdarfærsla og útreikningar að baki þeim gjörningi liggur enn ekki fyrir. Ekki var gert áhættuma né greining á því hvaða áhrif gjörningurinn hefði á fasteignaverð á svæðinu né möguleika byggingargeirans að fjármagna framkvæmdir.
Í dag eru eignirnar metnar mjög lágt miðað við þróun fasteignamarkaðarins enda hefur hann breyst talsvert frá því að umræddur fjármálagjörningur átti sér stað. Varað var við þessu þar sem það lá fyrir að iðnaðaruppbygging í Þingeyjarsýslu myndi hafa veruleg áhrif á fasteignaverð og alls ekki tímabært að fara í þessar niðurfærslu á eigninni. Vinnubrögðin í þessu máli eru meirihluta svetiarstjórnar Norðurþings til vansa. Liggur fyrir einhver stefna varðandi íbúðarmál eldri íbúa á svæðinu þar sem Útgarður var byggður upp sem heimili fyrir eldri samfélagsþegna?
Ég leggst gegn fyrirhugaðri sölu á Leigufélagi Hvamms ehf. Endurskoða ber þessa ákvörðun en ég skora jafnframt á meirihlutann að vanda vinnubrögð við þetta mál, sé það ætlunin að selja félagið. Nær væri að vinna að undirbúningi að áfanga 2 og 3 við Útgarð, m.a. til að leysa húsnæðisvandann á svæðinu."

Soffía Helgadóttir

Sveitarstjórn Norðurþings - 70. fundur - 20.06.2017

Á 214. fundi byggðarráðs þann 26.5.2017 var eftirfarandi bókað:

"Meirihluti byggðarráðs samþykkir fyrirliggjandi hluthafasamkomulag og vísar samkomulaginu til staðfestingar í sveitarstjórn."
Til máls tóku: Kristján, Hjálmar, Óli, Soffía, Jónas, Erna og Kjartan.

Eftirfarandi bókun var lögð fram af Hjálmari og Soffíu.
"Það sem ræður verði á íbúðarhúsnæði er framboð og eftirspurn. Árið 2015 ákvað stjórn Leigufélags Hvamms ehf. að færa niður eignarverð í fasteigninni að Útgarði 4 um 94,6 milljónir króna eins sést ársreikningi 2014. Röksemdarfærsla og útreikningar að baki þeim gjörningi liggur enn ekki fyrir. Ekki var gert áhættumat né greining á því hvaða áhrif gjörningurinn hefði á fasteignaverð á svæðinu né möguleika byggingargeirans að fjármagna framkvæmdir. Í dag eru eignirnar metnar mjög lágt miðað við þróun fasteignamarkaðarins enda hefur hann breyst talsvert frá því að umræddur fjármálagjörningur átti sér stað. Varað var við þessu þar sem það lá fyrir að iðnaðaruppbygging í Þingeyjarsýslu myndi hafa veruleg áhrif á fasteignaverð og alls ekki tímabært að fara í þessar niðurfærslu á eigninni. Vinnubrögðin í þessu máli eru meirihluta svetiarstjórnar Norðurþings til vansa. Liggur fyrir einhver stefna varðandi íbúðarmál eldri íbúa á svæðinu þar sem Útgarður var byggður upp sem heimili fyrir eldri samfélagsþegna? Við leggjumst gegn fyrirhugaðri sölu á Leigufélagi Hvamms ehf. Endurskoða ber þessa ákvörðun en við skorum jafnframt á meirihlutann að vanda vinnubrögð við þetta mál, sé það ætlunin að selja félagið. Nær væri að vinna að undirbúningi að áfanga 2 og 3 við Útgarð, m.a. til að leysa húsnæðisvandann á svæðinu."

Soffía Helgadóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason

Erna lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd meirihluta sveitarstjórnar Norðurþings:
"Markmið stjórnar Leigufélags Hvamms með því að auglýsa hlutafé félagsins til sölu eru til samræmis við sýn meirihluta sveitarstjórnar Norðurþings um að selja íbúðafasteignir og lækka þannig skuldbindingar sveitarfélagsins í eignum sem ekki eru nauðsynlegar einingar í efnahag sveitarfélagsins. Á sama tíma er þá hægt að ýta undir að byggt verði íbúðahúsnæði, sérstaklega fyrir eldri aldurshópa, við Útgarð þar sem deiliskipulag gerir einmitt ráð fyrir slíkri uppbyggingu. Forsendur sölu á hlutafé félagsins eru þó háðar því að núverandi íbúum verði með sem bestum hætti tryggður möguleikinn á að búa áfram í íbúðum með a) forkaupsréttarákvæði á íbúðunum í Útgarði 4 b) óuppsegjanlegan leigusamningi á föstum kjörum til 12 mánaða frá mögulegri sölu c) íbúum Útgarðs verði boðinn forgangur að íbúðum í búseturéttarkerfi DA."

Erna Björnsdóttir
Óli Halldórsson
Olga Gísladóttir
Sif Jóhannesdóttir
Örlygur Hnefill Örlygsson

Samkomulagið er samþykkt með atkvæðum Ernu, Óla, Olgu, Sifjar, Örlygs og Jónasar. Á móti eru Kjartan, Soffía og Hjálmar.