Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Tilboð í Vallholtsveg 10
201705100
Fyrir byggðarráði liggur kauptilboð frá Val ehf. í Vallholtsveg 10.
2.Aðalfundur Greiðrar leiðar ehf. 2017
201705090
Fyrir byggðarráði liggur boð á aðalfund Greiðrar leiðar ehf. 2017 sem haldinn verður mánudaginn 29. maí nk.
Byggðarráð samþykkir að fulltrúi Norðurþings á aðalfundi Greiðrar leiðar ehf. verði Margrét Hólm Valsdóttir.
3.Beiðni um styrk - Út um græna grundu
201705130
Fyrir byggðarráði liggur beiðni um styrk til handa GB viðburða ehf. Fyrirhugaðir eru tónleikar þann 6. og 7. október nk. þar sem tónlistarmenn, barnakór og strengjasveit munu flytja lögin af vísnaplötunum "Einu sinni var" og "Út um græna grundu". Óskað er eftir styrk að fjárhæð kr. 400.000.
Byggðarráð fagnar þessu góða framtaki en sér sér ekki fært að styrkja viðburðinn. Bent er á að sækja má um styrki til menningarmála í Uppbyggingarsjóð Eyþings.
4.Dvalarheimili aldraðra - Hvammur, fundargerðir 2017
201702089
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð stjórnar DA-Hvamms frá 23. maí sl. Einnig liggur fyrir byggðarráði fundargerð stjórnarfundar Leigufélagsins Hvamms og afgreiðsla lánanefndar Íbúðalánasjóðs frá 8. maí sl.
Fundargerðirnar eru lagðar fram.
5.Ákvörðun um sölu hlutafjár í Leigufélaginu Hvammi - hluthafasamkomulag
201705151
Fyrir byggðarráði liggur hluthafasamkomulag í Leigufélaginu Hvammi ehf. frá 23. maí sl. og viðauki við húsaleigusamning um forkaupsrétt leigutaka að Útgarði 4, Húsavík.
Meirihluti byggðarráðs samþykkir fyrirliggjandi hluthafasamkomulag og vísar samkomulaginu til staðfestingar í sveitarstjórn.
Soffía Helgadóttir leggur fram eftirfarandi bókun á móti samþykkt meirihluta byggðarráðs:
"Það sem ræður verði á íbúðarhúsnæði er framboð og eftirspurn. Árið 2015 ákvað stjórn Leigufélags Hvamms ehf. að færa niður eignarverð í fasteigninni að Útgarði 4 um 94,6 milljónir króna eins sést ársreikningi 2014. Röksemdarfærsla og útreikningar að baki þeim gjörningi liggur enn ekki fyrir. Ekki var gert áhættuma né greining á því hvaða áhrif gjörningurinn hefði á fasteignaverð á svæðinu né möguleika byggingargeirans að fjármagna framkvæmdir.
Í dag eru eignirnar metnar mjög lágt miðað við þróun fasteignamarkaðarins enda hefur hann breyst talsvert frá því að umræddur fjármálagjörningur átti sér stað. Varað var við þessu þar sem það lá fyrir að iðnaðaruppbygging í Þingeyjarsýslu myndi hafa veruleg áhrif á fasteignaverð og alls ekki tímabært að fara í þessar niðurfærslu á eigninni. Vinnubrögðin í þessu máli eru meirihluta svetiarstjórnar Norðurþings til vansa. Liggur fyrir einhver stefna varðandi íbúðarmál eldri íbúa á svæðinu þar sem Útgarður var byggður upp sem heimili fyrir eldri samfélagsþegna?
Ég leggst gegn fyrirhugaðri sölu á Leigufélagi Hvamms ehf. Endurskoða ber þessa ákvörðun en ég skora jafnframt á meirihlutann að vanda vinnubrögð við þetta mál, sé það ætlunin að selja félagið. Nær væri að vinna að undirbúningi að áfanga 2 og 3 við Útgarð, m.a. til að leysa húsnæðisvandann á svæðinu."
Soffía Helgadóttir
Soffía Helgadóttir leggur fram eftirfarandi bókun á móti samþykkt meirihluta byggðarráðs:
"Það sem ræður verði á íbúðarhúsnæði er framboð og eftirspurn. Árið 2015 ákvað stjórn Leigufélags Hvamms ehf. að færa niður eignarverð í fasteigninni að Útgarði 4 um 94,6 milljónir króna eins sést ársreikningi 2014. Röksemdarfærsla og útreikningar að baki þeim gjörningi liggur enn ekki fyrir. Ekki var gert áhættuma né greining á því hvaða áhrif gjörningurinn hefði á fasteignaverð á svæðinu né möguleika byggingargeirans að fjármagna framkvæmdir.
Í dag eru eignirnar metnar mjög lágt miðað við þróun fasteignamarkaðarins enda hefur hann breyst talsvert frá því að umræddur fjármálagjörningur átti sér stað. Varað var við þessu þar sem það lá fyrir að iðnaðaruppbygging í Þingeyjarsýslu myndi hafa veruleg áhrif á fasteignaverð og alls ekki tímabært að fara í þessar niðurfærslu á eigninni. Vinnubrögðin í þessu máli eru meirihluta svetiarstjórnar Norðurþings til vansa. Liggur fyrir einhver stefna varðandi íbúðarmál eldri íbúa á svæðinu þar sem Útgarður var byggður upp sem heimili fyrir eldri samfélagsþegna?
Ég leggst gegn fyrirhugaðri sölu á Leigufélagi Hvamms ehf. Endurskoða ber þessa ákvörðun en ég skora jafnframt á meirihlutann að vanda vinnubrögð við þetta mál, sé það ætlunin að selja félagið. Nær væri að vinna að undirbúningi að áfanga 2 og 3 við Útgarð, m.a. til að leysa húsnæðisvandann á svæðinu."
Soffía Helgadóttir
6.Úthlutun stofnframlaga 2017 - fyrri hluti úthlutunar
201705115
Fyrir byggðarráði liggur tölvupóstur frá Íbúðalánasjóði varðandi úthlutun stofnframlaga 2017 - fyrri hluti úthlutunar.
Sveitarstjóri kynnti að vinna væri í gangi við umsókn til Íbúðalánasjóðs sem send verður inn fyrir lok umsóknarfrests.
7.Tilkynning um rafmagnsleysi - Áskorun til RARIK
201705158
Byggðarráð Norðurþings harmar þau mistök sem ítrekað hafa átt sér stað vegna skorts á upplýsingum vegna straumleysis á Húsavík. Fyrir liggja viðbrögð RARIK vegna málsins og þakkar byggðarráð RARIK fyrir skjót viðbrögð. Þá vísar byggðarráð á fyrri bókun frá því 27. apríl sl. þar sem þess er farið á leit að viðvera og þjónusta RARIK við íbúa og fyrirtæki í Norðurþingi verði efld á ný með starfsstöð í sveitarfélaginu. Með öflugri staðbundinni þjónustu RARIK af því tagi eru minni líkur á að mistök af því tagi sem hér um ræðir eigi sér stað.
8.Ársreikningur Samtaka orkusveitarfélaga fyrir árið 2016
201705117
Fyrir byggðarráði liggur ársreikningur Samtaka orkusveitarfélaga fyrir árið 2016.
Ársreikningurinn er lagður fram.
9.Fundargerðir Eyþings 2016-2017
201603019
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 295. fundar stjórnar Eyþings.
Fundargerðin er lögð fram.
10.Fundargerðir 2017 - Samband íslenskra sveitarfélaga
201702033
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 849. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerðin er lögð fram.
11.Allsherjar- og menntamálanefnd: Til umsagnar 190. mál, frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur).
201705124
Fyrir byggðarráði liggur til umsagnar, 190. mál, frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur).
Lagt fram.
12.Umhverfis- og samgöngunefnd: Til umsagnar 406. mál, frumvarp til laga um landgræðslu.
201705127
Fyrir byggðarráði liggur til umsagnar, 406. mál, frumvarp til laga um landgræðslu.
Lagt fram.
13.Umhverfis- og samgöngunefnd: Til umsagnar 407. mál, frumvarp til laga um skóga og skógræktarmál.
201705128
Fyrir byggðarráði liggur til umsagnar, 407. mál, frumvarp til laga um skóga og skógræktarmál.
Lagt fram.
14.Umhverfis- og samgöngunefnd: Til umsagnar 408. mál, fumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða.
201705129
Fyrir byggðarráði liggur til umsagnar 408. mál, fumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða.
Lagt fram.
15.Umhverfis- og samgöngunefnd: Til umsagnar 375. mál, frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn).
201705116
Fyrir byggðarráði liggur til umsagnar 375. mál, frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn).
Lagt fram.
Fundi slitið - kl. 13:20.
Byggðarráð þakkar Benedikt fyrir góða kynningu. Málið verður tekið til skoðunar hjá Norðurþingi en afgreiðslu þess frestað að svo stöddu.