Fara í efni

Fjölskylduráð - 14

Málsnúmer 1811010F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 87. fundur - 13.12.2018

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 14. fundar fjölskylduráðs Norðurþings.
Til máls tók undir lið 1 "Skyldur sveitarstjórna samkvæmt jafnréttislögum": Silja.

Silja leggur fram eftirfarandi bókun:
Norðurþing samþykkti Jafnréttis- og framkvæmdaáætlun Norðurþings fyrir sveitarfélagið árið 2016 sem hefur verið fylgt að mestu leyti. Áætlunin gildir til loka árs 2018 og því mikilvægt að hefja vinnu við áframhaldandi Jafnréttis- og framkvæmdaáætlun Norðurþings strax á nýju ári.

Til máls tók undir lið 6 "Tillaga um spjaldtölvukaup": Hjálmar og Kolbrún Ada.

Til máls tók undir lið 7 "Skólaþjónusta Norðurþings - Aukning starfshlutfalls sálfræðinga": Guðbjartur.

Fundargerð er lögð fram til kynningar.