Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings - 274

Málsnúmer 1812001F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 87. fundur - 13.12.2018

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 274. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Til máls tók undir lið 2 "Farþegagjöld við Húsavíkurhöfn": Kristján, Guðbjartur, Örlygur, Hjálmar, Bergur og Kolbrún Ada.

Kristján leggur fram eftirfarandi tillögu:
Á 274. fundi byggðaráðs bókaði Guðbjartur Ellert Jónsson um samning sveitarfélagsins og Norðursiglingar hf. um lúkningu skuldar vegna farþegagjalda. Eins og fram kemur í samkomulagi því sem vísað var til í bókuninni, þá viðhafði Norðursigling hf. allan áskilnað um að láta reyna á lögmæti gjaldsins fyrir dómstólum. Sveitarstjóri leggur til að málið verði tekið til umræðu og kynningar fyrir þeim sem fara með hagsmuni sveitarfélagsins. Lagt er til í kjölfar bókunarinnar og þeirrar opinberu umræðu sem henni hefur fylgt, að samantekt um málið og greining á þeim hagsmunum sem undir eru verði lögð fyrir. Stefnt skal á að kynna niðurstöðu slíkrar vinnu í upphafi nýs árs í byggðarráði Norðurþings.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu Kristjáns.


Fundargerð er lögð fram til kynningar.